Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen gerðu þriðju kaup sín á markaðnum í sumar í gær en franski sóknarmaðurinn Martin Terrier er kominn til félagsins frá Rennes í Frakklandi.
Terrier er 27 ára gamall sem getur spilað flestar stöður í sóknarlínunni.
Á síðustu leiktíð kom hann að þrettán mörkum í öllum keppnum með Rennes, en hann hefur verið með bestu mönnum liðsins síðan hann kom frá Lyon fyrir fjórum árum.
Leverkuen hefur nú nælt í þennan skemmtilega leikmann fyrir 22 milljónir evra og gerði hann samning til 2029.
Þetta eru þriðju kaupin sem Xabi Alonso gerir í sumar. Aleix Garcia kom frá Girona og þá keypti félagið Jeanuel Benocian, liðsfélaga Terrier hjá Rennes.
? Willkommen unterm Kreuz, Martin #Terrier! ????
— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) July 18, 2024
Schön, dass du hier bist! ????#Terrier2029 #Bayer04 pic.twitter.com/bZaNPoXm9M
Athugasemdir