Viðræðum um sölu á Everton til Friedkin Group hefur verið hætt þar sem ekki náðust samkomulag. Stjórnarformaðurinn Dan Friedkin og hans félagar virtust vera að kaupa félagið en viðræður gengu ekki upp.
Friedkin á ítalska félagið Roma en í yfirlýsingu segir að Farhad Moshiri, núverandi eigandi Everton, ætli að skoða aðra möguleika.
Guardian segir að Friedkin hafi verið búið að gera munnlegt samkomulag um að kaupa Everton á 500 milljónir punda en skyndilega hætt við.
Friedkin á ítalska félagið Roma en í yfirlýsingu segir að Farhad Moshiri, núverandi eigandi Everton, ætli að skoða aðra möguleika.
Guardian segir að Friedkin hafi verið búið að gera munnlegt samkomulag um að kaupa Everton á 500 milljónir punda en skyndilega hætt við.
Mikil óvissa hefur verið í kringum Everton en bandaríska fjárfestingafyrirtækið 777 Partners höfðu áður reynt að eignast félagið en tókst ekki ætlunarverkið. Í ferlinu lánaði 777 Everton háa fjárhæð og flækjustigið í kringum það er talið skipta miklu máli í því að Friedkin hætti við.
Óvissan heldur því áfram hjá Everton en stuðningsmenn liðsins eru óánægðir með Moshiri. Átta stig voru dregin af liðinu á síðasta tímabili vegna brota á fjárhagsreglum en það hélt þó sæti sínu í úrvalsdeildinni.
Athugasemdir