Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 19. september 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Bale frá í tvo mánuði - Missir af El Clasico
Velski landsliðsmaðurinn Gareth Bale verður ekki með Real Madrid næstu tvo mánuði eftir að hann meiddist á æfingu. Það er því ekki miklar líkur á því að hann verði með í El Clasico.

Bale var á láni hjá Tottenham á síðasta tímabili þar sem Zinedine Zidane hafði engan áhuga á að spila honum.

Sóknarmaðurinn gerði vel með enska liðinu áður en hann snéri aftur til Spánar. Carlo Ancelotti tók við Madrídingum í sumar og tókst Bale að spila sig inn í liðið.

Nú er hins vegar ljóst að hann verður frá næstu tvo mánuði eftir að hann meiddist á fæti. Real Madrid mætir Barcelona í El Clasico þann 24. október.

„Við vitum ekki hvað hann þarf langan tíma. Þessi meiðsli eru alvarleg og því erfitt að setja tímaramma á þau. Hann var að gera góða hluti og var að leggja hart að sér, en við verðum að bíða og sjá," sagði Ancelotti.
Athugasemdir
banner