Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
   þri 19. september 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrjú stór félög á Englandi fylgjast með ungstirni Salzburg
Oscar Gloukh.
Oscar Gloukh.
Mynd: Getty Images
Arsenal, Manchester United og Liverpool eru að fylgjast með ungstirni Salzburg, Oscar Gloukh.

Hinn 19 ára gamli Gloukh hefur verið að standa sig vel með Salzburg eftir að hann gekk í raðir félagsins frá Maccabi Tel Aviv fyrir 6 milljónir punda í janúar.

Hann er sóknarsinnaður miðjumaður en hann skoraði átta mörk og lagði upp tíu mörk í 40 leikjum á síðasta tímabili. Hann er búinn að bæta við þremur mörkum á þessu tímabili.

Núna eru stærstu félögin á Englandi að fylgjast með þessum efnilega leikmanni.

Þessi þrjú félög sem eru nefnd hér að ofan sendu öll njósnara til að fylgjast með honum í landsleikjahléinu.

Leikmaðurinn hefur einnig verið mikið orðaður við Barcelona en hann þykir gríðarlega spennandi.
Athugasemdir
banner