Arsenal, Manchester United og Liverpool eru að fylgjast með ungstirni Salzburg, Oscar Gloukh.
Hinn 19 ára gamli Gloukh hefur verið að standa sig vel með Salzburg eftir að hann gekk í raðir félagsins frá Maccabi Tel Aviv fyrir 6 milljónir punda í janúar.
Hann er sóknarsinnaður miðjumaður en hann skoraði átta mörk og lagði upp tíu mörk í 40 leikjum á síðasta tímabili. Hann er búinn að bæta við þremur mörkum á þessu tímabili.
Núna eru stærstu félögin á Englandi að fylgjast með þessum efnilega leikmanni.
Þessi þrjú félög sem eru nefnd hér að ofan sendu öll njósnara til að fylgjast með honum í landsleikjahléinu.
Leikmaðurinn hefur einnig verið mikið orðaður við Barcelona en hann þykir gríðarlega spennandi.
Athugasemdir