Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
   þri 19. september 2023 17:50
Brynjar Ingi Erluson
Tuchel: Alltaf mikill hávaði í kringum Man Utd
Thomas Tuchel
Thomas Tuchel
Mynd: EPA
Thomas Tuchel, þjálfari Bayern München í Þýskalandi, segir oft vera mikinn hávaða í kringum Manchester United, en hann og lærisveinar hans mæta enska liðinu í Meistaradeildinni á morgun.

Man Utd hefur ekki byrjað tímabilið vel og aðeins unnið af fyrstu fimm leikjunum.

Tuchel segir að það sé sérstaklega mikil pressa á þeim sem stýrir liðinu, enda erfitt að feta í fótspor Sir Alex Ferguson, sem gerði liðið að því sigursælasta á Englandi á 27 árum sínum hjá félaginu.

„Byrjun tímabilsins hefur ekki mikið að segja. Í leiknum gegn Brighton var liðið aldrei út úr leiknum. Þeir eru með mikil einstaklingsgæði og eru ótrúlega hættulegir,“ sagði Tuchel á blaðamannafundi.

„Mér fannst alltaf vera mikill hávaði í kringum Man Utd. Margir sérfræðingar eru fyrrum leikmenn félagsins og svo er það þessi arfleifð Sir Alex Ferguson sem skapar mikla pressu. Það segir manni að þú ert að vinna hjá stóru félagi með miklar væntingar,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner