Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 19. október 2019 10:39
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Everton og West Ham: Gylfi á bekknum
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í byrjunarliði Everton sem tekur á móti West Ham United í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi Þór hefur ekki þótt standa sig nægilega vel líkt og allt lið Everton á upphafi tímabils. Alex Iwobi, sem kom frá Arsenal í sumar fyrir 40 milljónir punda, tekur stöðu hans í holunni fyrir aftan Richarlison.

Theo Walcott og Bernard eru á köntunum á meðan Moise Kean byrjar ásamt Gylfa á bekknum.

Spænski markvörðurinn Roberto ver mark West Ham þar sem Lukasz Fabianski er fjarri góðu gamni.

Sóknarlína Hamranna er öflug og eru þeir með Andriy Yarmolenko á bekknum. Jack Wilshere er einnig á bekknum, tilbúinn til að koma inn og hleypa lífi í miðjuspilið ef þess þarf.

Everton er aðeins með sjö stig eftir átta umferðir. Hamrarnir eru með tólf stig.

Everton: Pickford, Sidibe, Keane, Mina, Digne, Gomes, Davies, Walcott, Iwobi, Bernard, Richarlison.
Varamenn: Lössl, Holgate, Baines, Baningime, Calvert-Lewin, Sigurðsson, Kean.

West Ham: Roberto, Fredericks, Ogbonna, Diop, Masuaku, Rice, Noble, Lanzini, Fornals, Anderson, Haller.
Varamenn: Martin, Zabaleta, Balbuena, Wilshere, Snodgrass, Yarmolenko, Ajeti.
Athugasemdir
banner
banner
banner