Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 19. október 2021 14:14
Elvar Geir Magnússon
Andleg þreyta hrjáir Lukaku - „Erfitt að spila þúsund leiki á ári"
Það hefur verið mikið leikjaálag á Lukaku.
Það hefur verið mikið leikjaálag á Lukaku.
Mynd: EPA
„Það er erfitt að spila þúsund leiki á ári," segir Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, sem telur að sóknarmaðurinn Romelu Lukaku sé andlega þreyttur eftir að hafa spilað of marga stóra leiki.

Lukaku var lykilmaður þegar Inter varð Ítalíumeistari og fór svo í 8-liða úrslit EM alls staðar með Belgum áður en hann var keyptur til Chelsea fyrir 97,5 milljónir punda.

Fyrr í þessum mánuði var hann í liði Belgíu sem tapaði í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar og yfirgaf svo herbúðir liðsins vegna vöðvavandamála.

Þessi 28 ára sóknarmaður er með þrjú mörk í sjö leikjum í úrvalsdeildinni. Hann byrjaði tímabilið af krafti en hefur ekki skorað í síðustu sex leikjum Chelsea.

„Ég er á þeirri skoðun að hann hafi spilað of mikið. Hann hefur spilað í of mörgum keppnum og yfir sumartímann. Það hafa verið of margir landsleikir. Hann er frábær íþróttamaður og leggur sig alltaf allan fram," segir Tuchel.

„Hann vill alltaf vinna og það er risastórt fyrir hann að leika fyrir þjóð sína. En mér finnst vera komin andleg þreyta. Við höfum ekki stórar áhyggjur af því samt. Þegar hann finnur taktinn aftur þá verður þetta auðveldara. Það er erfitt að meta það hvort hann þurfi að fá frí eða hvort betra sé að halda honum inni á vellinum?"
Athugasemdir
banner
banner
banner