Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 19. október 2021 16:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óttar Magnús byrjaði sinn fyrsta leik - Ajax steinlá gegn Dortmund
Kristian Nökkvi í leik með U19 landsliðinu fyrr í mánuðinum.
Kristian Nökkvi í leik með U19 landsliðinu fyrr í mánuðinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Óttar Magnús Karlsson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Siena á leiktíðinni þegar liðið lá gegn Viterbese í ítölsku Serie C í dag.

Óttar er á láni hjá Siena frá Venezia og hefur til þessa verið að koma inn á sem varamaður í leikjum. Óttar lék allan leikinn í 2-0 tapi. Siena er sem stendur í 4. sæti B-riðils í C-deildinni en tíundu umferðinni er ekki lokið.

Kristian Nökkvi Hlynsson var í byrjunarliði U19 ára liðs Ajax sem mætti Dortmund í Evrópukeppni ungingaliða í dag. Kristian lék fyrir aftan fremsta mann og lék allar 90 mínúturnar.

Dortmund vann leikinn 1-5 og er í efsta sæti riðilsins, með sjö stig eftir þrjár umferðir. Sporting er í öðru sæti með fimm stig og Ajax er í þriðja sæti með fjögur stig. Bradley Fink og Dennis Lutke-Frie skoruðu báðir tvö mörk fyrir Dortmund.
Athugasemdir
banner