Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   þri 19. október 2021 14:53
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Kemur enginn í KR og á öruggt sæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmennirnir þrír sem KR hefur fengið til sín.
Leikmennirnir þrír sem KR hefur fengið til sín.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
KR boðaði til fréttamannafundar í dag þar sem kynntir voru nýir leikmenn og framlenging við tvo lykilmenn.

„Við erum að stækka hópinn okkar og við munum kannski skoða fleiri leikmenn. Við sjáum fyrir okkur lengra tímabil með fleiri leikjum á næsta tímabili," segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.

Hann segist hafa viljað hafa meiri samkeppni um stöður á liðnu tímabili og nú er stefnt að því að fjölga leikjum í efstu deild á því næsta.

Sjá einnig:
Sigurður Bjartur og Stefan Ljubicic kynntir hjá KR - Arnór og Pálmi framlengja (Staðfest)

Sóknarmennirnir Sigurður Bjartur Hallsson og Stefan Ljubicic, sem báðir eru 22 ára, gengu í raðir KR í dag. Fyrir eru KR-ingar með sóknarmennina Guðjón Baldvinsson, Kristján Flóka Finnbogason og Kjartan Henry Finnbogason.

„Kristján Flóki hefur spilað úti á kanti og í tíunni. Við erum að horfa á þessa leikmenn sem samkeppni fyrir þá. Guðjón var meiddur í nánast allt sumar og við vitum ekki hvað verður um hann. Hann og Kjartan eru 35 og 36 ára, við erum að horfa til framtíðar líka. Þessir strákar þurfa að hafa fyrir þessu og fara í samkeppni við okkar bestu leikmenn. Menn þurfa að vera tilbúnir þegar okkar bestu leikmenn eru ekki bestir lengur."

Aron Snær Friðriksson, 24 ára markvörður, kom frá Fylki. Er hann að fara í beina samkeppni við Beiti Ólafsson sem hefur verið aðalmarkvörður?

„Algjörlega. Það er enginn sem kemur í KR sem á öruggt sæti og Aron veit það. Hann var tilbúinn að koma í samkeppni við Beiti. Beitir á eitt ár eftir af samningi og við erum að sjá hversu lengi hann verður í þessu. Hann er 100% klár í eitt tímabil í viðbót. Aron er ungur en með mikla reynslu og við ætlum að vinna í því að gera hann að betri markverði og að okkar fyrsta markverði þegar fram líða stundir."

Í viðtalinu hér að ofan ræðir Rúnar nánar um nýju sóknarmennina, samningamál Óskars Arnar Haukssonar, Evrópusætið og fleira.
Athugasemdir
banner
banner