Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   þri 19. október 2021 14:53
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Kemur enginn í KR og á öruggt sæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmennirnir þrír sem KR hefur fengið til sín.
Leikmennirnir þrír sem KR hefur fengið til sín.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
KR boðaði til fréttamannafundar í dag þar sem kynntir voru nýir leikmenn og framlenging við tvo lykilmenn.

„Við erum að stækka hópinn okkar og við munum kannski skoða fleiri leikmenn. Við sjáum fyrir okkur lengra tímabil með fleiri leikjum á næsta tímabili," segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.

Hann segist hafa viljað hafa meiri samkeppni um stöður á liðnu tímabili og nú er stefnt að því að fjölga leikjum í efstu deild á því næsta.

Sjá einnig:
Sigurður Bjartur og Stefan Ljubicic kynntir hjá KR - Arnór og Pálmi framlengja (Staðfest)

Sóknarmennirnir Sigurður Bjartur Hallsson og Stefan Ljubicic, sem báðir eru 22 ára, gengu í raðir KR í dag. Fyrir eru KR-ingar með sóknarmennina Guðjón Baldvinsson, Kristján Flóka Finnbogason og Kjartan Henry Finnbogason.

„Kristján Flóki hefur spilað úti á kanti og í tíunni. Við erum að horfa á þessa leikmenn sem samkeppni fyrir þá. Guðjón var meiddur í nánast allt sumar og við vitum ekki hvað verður um hann. Hann og Kjartan eru 35 og 36 ára, við erum að horfa til framtíðar líka. Þessir strákar þurfa að hafa fyrir þessu og fara í samkeppni við okkar bestu leikmenn. Menn þurfa að vera tilbúnir þegar okkar bestu leikmenn eru ekki bestir lengur."

Aron Snær Friðriksson, 24 ára markvörður, kom frá Fylki. Er hann að fara í beina samkeppni við Beiti Ólafsson sem hefur verið aðalmarkvörður?

„Algjörlega. Það er enginn sem kemur í KR sem á öruggt sæti og Aron veit það. Hann var tilbúinn að koma í samkeppni við Beiti. Beitir á eitt ár eftir af samningi og við erum að sjá hversu lengi hann verður í þessu. Hann er 100% klár í eitt tímabil í viðbót. Aron er ungur en með mikla reynslu og við ætlum að vinna í því að gera hann að betri markverði og að okkar fyrsta markverði þegar fram líða stundir."

Í viðtalinu hér að ofan ræðir Rúnar nánar um nýju sóknarmennina, samningamál Óskars Arnar Haukssonar, Evrópusætið og fleira.
Athugasemdir