Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   þri 19. október 2021 14:53
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Kemur enginn í KR og á öruggt sæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmennirnir þrír sem KR hefur fengið til sín.
Leikmennirnir þrír sem KR hefur fengið til sín.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
KR boðaði til fréttamannafundar í dag þar sem kynntir voru nýir leikmenn og framlenging við tvo lykilmenn.

„Við erum að stækka hópinn okkar og við munum kannski skoða fleiri leikmenn. Við sjáum fyrir okkur lengra tímabil með fleiri leikjum á næsta tímabili," segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.

Hann segist hafa viljað hafa meiri samkeppni um stöður á liðnu tímabili og nú er stefnt að því að fjölga leikjum í efstu deild á því næsta.

Sjá einnig:
Sigurður Bjartur og Stefan Ljubicic kynntir hjá KR - Arnór og Pálmi framlengja (Staðfest)

Sóknarmennirnir Sigurður Bjartur Hallsson og Stefan Ljubicic, sem báðir eru 22 ára, gengu í raðir KR í dag. Fyrir eru KR-ingar með sóknarmennina Guðjón Baldvinsson, Kristján Flóka Finnbogason og Kjartan Henry Finnbogason.

„Kristján Flóki hefur spilað úti á kanti og í tíunni. Við erum að horfa á þessa leikmenn sem samkeppni fyrir þá. Guðjón var meiddur í nánast allt sumar og við vitum ekki hvað verður um hann. Hann og Kjartan eru 35 og 36 ára, við erum að horfa til framtíðar líka. Þessir strákar þurfa að hafa fyrir þessu og fara í samkeppni við okkar bestu leikmenn. Menn þurfa að vera tilbúnir þegar okkar bestu leikmenn eru ekki bestir lengur."

Aron Snær Friðriksson, 24 ára markvörður, kom frá Fylki. Er hann að fara í beina samkeppni við Beiti Ólafsson sem hefur verið aðalmarkvörður?

„Algjörlega. Það er enginn sem kemur í KR sem á öruggt sæti og Aron veit það. Hann var tilbúinn að koma í samkeppni við Beiti. Beitir á eitt ár eftir af samningi og við erum að sjá hversu lengi hann verður í þessu. Hann er 100% klár í eitt tímabil í viðbót. Aron er ungur en með mikla reynslu og við ætlum að vinna í því að gera hann að betri markverði og að okkar fyrsta markverði þegar fram líða stundir."

Í viðtalinu hér að ofan ræðir Rúnar nánar um nýju sóknarmennina, samningamál Óskars Arnar Haukssonar, Evrópusætið og fleira.
Athugasemdir
banner