Ítalski varnarmaðurinn Leonardo Bonucci þarf eitthvað að útskýra mál sitt eftir að hann rak táningsstelpu úr liðsrútu ítalska landsliðsins á dögunum en myndband af atvikinu fer eins eldur í sinu um netheima.
Ítalska landsliðið spilar ekki á heimsmeistaramótinu í ár en er þó með hefðbundna gluggann til þess að æfa og spila.
Bonucci var eins og vanalega í hópnum en hann var eitthvað illa fyrirkallaður er Roberto Mancini, þjálfari landsliðsins, bauð ungri táningsstelpu að koma inn í rútuna og heilsa leikmönnum.
Hún staldraði stutt við því Bonucci stóð upp og bað hana vinsamlegast um að koma sér úr rútunni. Stelpan útskýrir hvað átti sér stað á samfélagsmiðlinum TikTok og segir Bonucci hafa verið afar dónalegan í samskiptum áður en hann rak hana á dyr.
Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá stutt brot þegar Bonucci stendur upp úr sæti sínu og segir henni að koma sér út. Virkilega ósmekkleg framkoma hjá varnarmanninum.
😳A fan was invited to the Italy bus by Mancini but was kicked out of it by Bonucci, according to the video and what he said on his TikTok account
— Juve Canal (@juve_canal) November 19, 2022
You can hear and see Bonucci screaming "you! no no no, get out" pic.twitter.com/xPwrxh5RvW
Athugasemdir