Sigurður Donys Sigurðsson er nýr þjálfari Samherja í 5. deild karla en hann tekur við keflinu af Sinisa Pavlica.
Pavlica lét af störfum eftir tímabilið en hann tryggði Samherja í 5. deildina eftir að hafa unnið umspilið gegn Álafossi.
Sigurður Donys tekur við liðinu af honum en hann þekkir ágætlega til enda spilaði hann með Samherja í sumar.
Hann lék 12 leiki og skoraði 1 mark í E-riðli 4. deildar karla.
Donni var spilandi þjálfari hjá Uppsveitum á síðasta ári en hann á ansi öflugan feril í neðri deildunum.
Hann hefur stærstan hluta ferilsins spilað fyrir Einherja en einnig leikið fyrir Leikni F, Hött, Þór, Skallagrím, Huginn og KF.
Athugasemdir