Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 19. nóvember 2022 21:47
Elvar Geir Magnússon
Var búist við að hann þyrfti að víkja fyrir stærra nafni
Landsliðsþjálfari Katar í nærmynd
Felix Sanchez.
Felix Sanchez.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Spánverjinn Felix Sanchez stýrir landsliði Katar og hans stærsta stund á ferlinum verður á morgun þegar Katar leikur sinn fyrsta leik á HM, opnunarleikinn gegn Ekvador.

Sanchez tók til starfa í Katar 2006 og hefur hægt en rólega klifið upp metorðastigann. Það var svo árið 2017 sem hann tók við A-landsliði Katar. Þrátt fyrir góðan árangur þá bjuggust margir við því að hann þyrfti að víkja þegar kæmi að stóru stundinni; HM í Katar 2022.

Nöfn eins og Arsene Wenger, Xavi og Pep Guardiola voru í umræðunni þegar rætt var um aðila til að halda um stjórnartaumana á stærsta sviðinu. Búist var við því að Katarar myndu ráða risastórt nafn sem þjálfara á mótinu.

En það verður Sanchez sem verður í boðvangnum þegar stóra stundin rennur upp á morgun.

Frá La Masia til Aspire
Sanchez þjálfaði í akademíu Barcelona, La Masia, alveg til 2006 þegar hann fór út í óvissuna og réði sig til starfa í Aspire Akademíuna í Katar. Hann fór þangað ásamt fleirum spænskum og katalónskum fótboltaheilum.

Í Katar hefur hann klifið upp metorðastigann og tók við U19 landsliðinu 2013. Ári síðar stýrði hann liðinu til Asíumeistaratitilsins í þeim aldursflokki. Það afrek opnaði honum enn stærri dyr og leið til velgengnis.

Hann tók við A-landsliðinu og Katar varð Asíumeistari í fyrsta sinn árið 2019, eftir 3-1 sigur gegn Japan í úrslitaleik.

Afif skapar fyrir Ali
Sanchez hefur nú unnið með öllum leikmönnum sinnar kynslóðar í Katar í sextán ár og samkvæmt Athletic þá er samband hans með sumum þeirra mun sterkara en hefðbundið samband leikmanna og þjálfara. Það er viss fjarlægð en allir dansa í takt.

Hann vill að lið sitt spili 5-3-2 leikkerfi sem breytist í 3-5-2 þegar liðið sækir. Fremst á vellinum treystir Katar á sóknardúettinn dínamíska Akram Afif og Almoez Ali. Sá fyrrnefndi er afskaplega lunkinn með knöttinn og skapar möguleika fyrir Ali sem er góður að klára færin. Á miðsvæðinu Abdulaziz Hatem aðalmaðurinn og getur ógnað úr föstum leikatriðum og opnum leik.

Katar hefur tekið miklum framförum undir stjórn Sanchez sem býr yfir þeim hlunnindum að fá mun meiri tíma til að vinna með sitt lið en landsliðsþjálfarar eru vanir.

Sjá einnig:
Landsliðið hefur æft saman eins og félagslið í hálft ár

Opnunarleikur Katar og Ekvador hefst klukkan 16:00 á morgun.
HM hringborðið - Innsýn í lið Katar og fer England áfram?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner