Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 19. nóvember 2022 19:57
Elvar Geir Magnússon
Landsliðið hefur æft saman eins og félagslið í hálft ár
Heimir Hallgrímsson þjálfaði Al Arabi í Katar.
Heimir Hallgrímsson þjálfaði Al Arabi í Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Fólk er komið saman hérna til að fagna fótboltanum og það er bros á öllum sem maður sér. Maður finnur að það er tilhlökkun í landinu," segir Heimir Hallgrímsson í fréttum RÚV en hann er mættur til Katar til að fylgjast með HM.

Heimir þekkir fótboltann í Katar út í gegn eftir að hafa þjálfað Al-Arabi 2018-2021 og verður viðstaddur opnunarleikinn á morgun þegar Katar tekur á móti Ekvador.

„Þessi leikur er mjög spennandi í mínum augum og okkar sem þekkjum til landsliðs Katar. Það er margt sérstakt við þetta landslið sem gerir það áhugavert, sérstaklega fyrir mig sem þjálfara," segir Heimir um katarska landsliðið.

„Þeir hafa æft ólíkt öllum öðrum landsliðum. Þeir hafa æft saman í hálft ár og fengu ekki að fara aftur til félagsliða. Þeir hafa æft saman sem landslið í hálft ár fyrir þennan leik og engu til sparað í þeirra undirbúningi. Það verður ótrúlega spennandi að sjá hverju það skilar á morgun."

„Mér finnst landsliðið hafa fallið í skugga umræðunnar um Katar. Þeir eru í fyrsta sinn að keppa á þessu sviði og mér finnst þetta mjög spennandi dagur á morgun," segir Heimir Hallgrímsson.

Katar hefur líklega verið í lengsta undirbúningsferli allra landsliða í sögu HM en liðið var nánast byggt frá grunni og hefur verið þróað í gegnum Aspire akademíuna.

Opnunarleikur Katar og Ekvador hefst klukkan 16 á morgun.
HM hringborðið - Innsýn í lið Katar og fer England áfram?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner