Þýskaland tapaði sínum fyrsta leik undir stjórn Julian Nagelsmann í gær þegar Tyrkland vann 3-2 í æfingaleik í Berlín.
Nagelsmann tók við af Hansi Flick í september og mun stýra Þýskalandi á EM næsta sumar sem fram fer þar í landi.
Það vakti mikla athygli að Kai Havertz leikmaður Arsenal spilaði sem vinstri bakvörður í gær en hann kom Þýskalandi í forystu með marki á 5. mínútu.
Nagelsmann útskýrði leikplanið á fréttamannafundi eftir leikinn.
„Mér finnst þetta ekki vera áhætta, frekar mjög stórt tækifæri til að spila lykilhlutverk á EM," sagði Nagelsmann.
„Hann sagðit vera tilbúinn að prófa þetta. Hann var í fyrsta sinn í ókunnugri stöðu en hann gerði mjög vel."
Athugasemdir