Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
banner
   sun 19. nóvember 2023 20:57
Brynjar Ingi Erluson
„Tönglast á þessu eins og rispuð plata“
watermark Ísland er 1-0 undir
Ísland er 1-0 undir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Hákon hefur verið flottur
Hákon hefur verið flottur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason og Lárus Orri SIgurðsson eru spekingar í settinu hjá Stöð 2 Sport yfir leik Portúgals og Íslands í undankeppni Evrópumótsins, en þeir eru nokkuð ánægðir við frammistöðuna til þessa.

Lestu um leikinn: Portúgal 2 -  0 Ísland

Bruno Fernandes er búinn að gera eina mark leiksins en það gerði hann á 37. mínútu með laglegu skoti við vítateiginn.

Kári er ánægður með varnarleikinn, svona að mestu, en finnst íslenska liðið liggja of djúpt.

„Klárlega. Það er margt gott í þessu og þetta er að halda ágætlega, þeir ekki fengið mörg dauðafæri, en ég er að tönglast á þessu eins og rispuð plata að menn séu að droppa niður í varnarlínuna og það gerir það að verkum að við festumst í þessu að verjast inn í teig. Við viljum mæta þeim aðeins ofar og til þess þurfum við að halda þokkalegu bili á milli lína.“

„Þegar menn eru komnir í 5-6 manna varnarlínu þá verður þetta rosalega erfitt. Þannig kemur markið, Arnór er í hjálparvörn og kemst bara ekki í manninn.“

„Við stöndum rosalega margir og ekki að gera neitt inn í teig. Ég skil að þetta er erfitt og þér líður eins og þú sért að verja eitthvað, en það er enginn þarna. Þeir eru fjórir í hjartanu á vörninni, en það er enginn maður; þeir eru allir á fjær. Arnór er að hjálpa Gumma í fínni stöðu, sem er flott, en þá er þessi maður frír,“
sagði Kári.

Lárus var nokkuð sammála Kára en fannst íslenska liðið geta gert betur í markinu.

„Við erum að eiga við heimsklassa leikmenn og má rosalega lítið út á bera, en ef ég á að vera 'picky' í þessu þá á Arnór ekki að fara alveg svona djúpt. Þá ætti hann meiri séns loka þessu skoti, þannig hann kæmist ekki í skotið. Verðum samt að gefa honum það að þetta er ansi gott skot hjá honum.“

„Heilt yfir er þetta spurning með hvaða væntingum maður fór með inn í þennan leik. Heilt yfir er maður nokkuð sáttur, en fyrstu tíu mínúturnar voru 'shaky', en svo kom kafli fram að markinu sem var bara ágætur. Skyndisóknir og verjast frábærlega, en þetta er að gerast trekk í trekk þar sem kantararnir eru að droppa ofan í vörnina sem virðist vera það sem er ætlast til af þeim.“


Íslenska liðið átti fínar skyndisóknir í fyrri hálfleiknum en er orkan enn til staðar til að búa til meira?

„Þetta er svona í byrjun leiks því þá eru menn ferskir ennþá, en svo verða rosalega hlaup og rosaleg varnarvinna á þeim að þeir komast aldrei í stöður til að fá boltann í þessu. Þegar þú hefur orkuna þá er þetta hægt og leit ágætlega út í byrjun leiks en fannst þetta fara aðeins.“

Lárus vonast til að sjá betri byrjun í síðari hálfleiknum en Ísland hefur verið að sýna í undanförnum leikjum,

„Það sem er núna er byrjunin á seinni hálfleik og við höfum ekki verið að byrja þá vel að undanförnu. Þó menn séu að tapa 1-0 þá verða menn að láta stoltið eiga sig, liggja aftur og verjast áfram þangað til það eru tíu mínútur eftir til að reyna að ná þessu jöfnunarmarki. Leikurinn fer 1-1 eins og ég sagði fyrir leik.“

Cristiano Ronaldo hefur virkað pirraður í leiknum. Alfreð FInnbogason og Jón Dagur Þorsteinsson hafa gert vel í að komast í hausinn á honum en Kári telur að hann sé ekki að fara koma sér í klandur í lokaleiknum fyrir EM.

„Það er enginn að fara reka Ronaldo út af og hann verður í banni á fyrsta leik á EM. Það er aldrei að fara gerast."

Hákon Rafn Valdimarsson hefur þá staðið sig vel í marki Íslands, í sínum fyrsta keppnisleik. Kári og Lárus eru ánægðir með hann.

„Hann er ískaldur og gríðarlega vel gert hjá honum. Við elskum þetta, ég og Lárus, þegar þeir koma út og taka þetta í stað þess að díla við þetta sjálfir,“ sagði Kári og tók Lárus undir.

„Maður sér á honum að hann er að koma úr góðu tímabili og er með sjálfstraust. Eins og Kári segir þá er þetta það besta sem varnarmaður fær er markvörður sem étur svona bolta. Skiptir gríðarlega miklu málu og við höfum kallað eftir því menn sem fá tækifærið komi inn, stigi upp og taki sína sénsa. Hann er búinn að vera fínn í fyrri hálfleik,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner