Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 19. desember 2022 11:53
Elvar Geir Magnússon
L'Equipe segir að þriðja mark Argentínu hafi verið ólöglegt
Mynd: L'Equipe
Franska blaðið L'Equipe segir að þriðja mark Argentínu í úrslitaleiknum í gær, annað markið hans Messi, hefði ekki átt að standa þar sem of margir leikmenn Argentínu hafi verið inni á vellinum.

Margir hrista hausinn yfir þessari frétt og segja franska blaðið vera með örvæntingarfullan biturleika eftir tap Frakklands í úrslitaleiknum.

Þegar Messi skoraði í framlengingunni voru tveir varamenn komnir inn á völlinn tilbúnir að fagna, áður en boltinn fór yfir línuna. Þeir höfðu þó klárlega engin áhrif á leikinn.

„Þriðja mark Argentínu hefði átt að vera dæmt ógilt" segir í fyrirsögn L'Equipe og vitnar blaðið í reglur sem segja að ef of margir leikmenn sem séu skráðir á skýrslu séu inni á vellinum þegar mark sé skorað eigi að dæma markið ógilt.

Blaðið gefur pólska dómaranum Szymon Marciniak 2/10 í einkunn fyrir leikinn en flestir eru á öðru máli og telja hann hafa skilað frábæru starfi í úrslitaleiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner