Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 20. janúar 2022 13:30
Elvar Geir Magnússon
59% spá Liverpool áfram í úrslitaleikinn
Mynd: EPA
Það er stórleikur á Englandi í kvöld er Arsenal og Liverpool mætast í síðari leiknum í undanúrslitum deildabikarsins á Emirates leikvangnum í London. Leikurinn hefst 19:45.

Fyrri leikur liðanna á Anfield endaði með markalausu jafntefli svo það er mikið undir. Granit Xhaka miðjumaður Arsenal tekur út leikbann eftir að hafa verið rekinn af velli í fyrri leiknum en talið er mögulegt að Thomas Partey verði með en Gana féll úr leik í Afríkukeppninni í vikunni.

Þá er Alex Oxlade-Chamberlain að kljást við smá meiðsli og verður ekki með Liverpool í kvöld.

Liðið sem vinnur í kvöld mætir Chelsea þann 27 febrúar á Wembley en Chelsea sló Tottenham út á dögunum. Samkvæmt könnun á forsíðu Fótbolta.net telja 59% lesenda að Liverpool muni bera sigur úr býtum í kvöld.

Hvort liðið kemst í úrslitaleik deildabikarsins?
41% Arsenal
59% Liverpool
Samtals atkvæði: 1.451
Athugasemdir
banner
banner
banner