Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 20. janúar 2023 11:15
Elvar Geir Magnússon
Man Utd að lána Pellistri til Brasilíu
Facundo Pellistri.
Facundo Pellistri.
Mynd: Getty Images
Manchester United er að lána Facundo Pellistri til brasilíska stórliðsins Flamengo. Viðræður eru sagðar komnar langt á veg.

Pellistri er 21 árs og spilaði sinn fyrsta leik fyrir United fyrr í þessum mánuði, rúmum tveimur árum eftir að hann skrifaði undir hjá félaginu.

Úrúgvæinn átti góða innkomu í bikarleik gegn Charlton og lagði upp mark fyrir Marcus Rashford.

Eftir leikinn ýjaði Erik ten Hag að því að Pellistri yrði áfram hjá United en hann virðist nú vera að pakka í ferðatöskurnar að nýju til að fá meiri spiltíma.

Síðustu tvö tímabil hefur hann verið lánaður til Deportivo Alaves á Spáni.

„Ég sé framtíð í honum. Hann er að gera mjög vel og við verðum að sjá hvað er best í stöðunni. Maður sér að honum er að fara fram. Í leiknum gegn Everton (sem leikinn var fyrir luktum dyrum) var ég ánægður með hans frammistöðu, ég var líka ánægður með hvernig hann spilaði á HM. Hans þróun er mjög góð, hann kom inn á og hafði góð áhrif. Ég segi vel gert, betra, haltu áfram," sagði Ten Hag eftir leikinn gegn Charlton.
Athugasemdir
banner