Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 20. febrúar 2020 23:07
Ívan Guðjón Baldursson
Aron Elí í Aftureldingu (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Afturelding er búið að krækja í vinstri bakvörðinn Aron Elí Sævarsson frá Val.

Aron Elí er fæddur 1997 en hefur aldrei spilað keppnisleik fyrir aðallið Vals. Hann hefur leikið á láni hjá HK, Þór og Haukum síðustu tvö ár en þar áður lék hann með KH.

Í fyrra spilaði hann nítján leiki í Inkasso-deildinni. Fyrstu níu lék hann með Haukum og síðustu tíu með Þór.

Aron mun vera öflug viðbót við hóp Aftureldingar sem leikur í 1. deild eftir að hafa naumlega sloppið við fall síðasta haust.

„Aron er vinstri bakvörður að upplagi en getur leyst margar stöður. Aron er einnig hávaxinn og bætir hæð inn í varnarlínu Aftureldingu," segir í Twitter færslu frá Mosfellingum.


Athugasemdir
banner
banner
banner