Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. febrúar 2021 21:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holland: Albert spilaði allan leikinn í flottum sigri AZ
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar og lék allan leikinn í sterkum útisigri í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.

AZ sótti VVV Venlo heim og tók þar forystuna á 15. mínútu þegar Svíinn Jesper Karlsson skoraði.

Heimamönnum tókst að jafna metin og var staðan í hálfleik jöfn, 1-1.

AZ-menn mættu tvíefldir inn í seinni hálfleikinn og þeim tókst að skora þrjú mörk í seinni hálfleiknum. Myron Boadu gerði tvennu og var Håkon Evjen einnig á skotskónum.

Lokatölur 1-4 fyrir AZ sem er í þriðja sæti deildarinnar með 43 stig. Liðið er búið að vinna þrjá leiki í röð.

Í hollensku B-deildinni spilaði Elías Már Ómarsson allan leikinn fyrir Excelsior sem tapaði fyrir MVV. Elías er næst markahæstur í deildinni með 18 mörk en Excelsior er í 11. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner