Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. febrúar 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir markahrókar á leið aftur til landsins
Gibbs þarf að ferðast langa vegalengd til að komast aftur til landsins.
Gibbs þarf að ferðast langa vegalengd til að komast aftur til landsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margir erlendir leikmenn hafa snúið eða eru að snúa aftur til Íslands fyrir komandi keppnistímabil.

Það styttist óðum í tímabilið en undirbúningstímabilið er í fullum gangi núna.

Tveir markahrókar deildu því á samfélagsmiðlum í dag að þeir séu á leið til landsins. Það eru þeir Joey Gibbs og Gary Martin.

Ferðalagið er aðeins lengra fyrir Gibbs sem er að koma alla leið frá Ástralíu. Hann þurfti að stoppa í Singapúr og væntanlega á einhverjum einum öðrum stað í viðbót á sínu ferðalagi. Hann var magnaður með Keflavík í Lengjudeildinni í fyrra og hjálpaði liðinu að komast upp í Pepsi Max-deildina. Það verður spennandi að fylgjast með honum í efstu deild.

Martin spilaði fyrst á Íslandi fyrir 11 árum síðan og hann er á leið til Vestmannaeyja þar sem hann er á leið inn í sitt þriðja tímabil með ÍBV. Hann skoraði 11 mörk í 19 deildarleikjum í fyrra en ÍBV mistókst að komast upp úr Lengjudeildinni. Enski sóknarmaðurinn hefur verið á miklu ferðalagi í vetur en hann var meðal annars í æfingum á Dúbaí á dögunum.

Hvað munu þessir leikmenn skora mörg mörk í sumar?


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner