Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. febrúar 2023 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Conte verður ekki með í grannaslagnum gegn Chelsea
Mynd: Getty Images

Antonio Conte stjóri Tottenham hefur verið fjarverandi í undanförnum leikjum en hann er að jafna sig eftir að hafa farið í aðgerð þar sem gallblaðran var fjarlægð.


Hann er nú staddur heima á Ítalíu þar sem hann tekur sinn tíma til að jafna sig.

Cristian Stellini aðstoðarþjálfari Tottenham hefur stýrt í fjarveru Conte. Tottenham mætir grönnum sínum í Chelsea um næstu helgi en Stellini sagði frá því að Conte verði ekki mættur fyrir þann leik.

Hann býst þó við því að hann verði mættur í þar næstu viku.

„Við eigum líka leik í FA bikarnum, kannski ekki gegn Chelsea en við vitum ekki, því ef Antonio líður vel og hann er verkjalaus mun hann snúa aftur," sagði Stellini.


Athugasemdir
banner
banner
banner