Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. febrúar 2023 17:52
Ívan Guðjón Baldursson
Dahoud yfirgefur Dortmund á frjálsri sölu
Dahoud að fagna marki með fyrrum liðsfélaga sínum Erling Braut Haaland.
Dahoud að fagna marki með fyrrum liðsfélaga sínum Erling Braut Haaland.
Mynd: EPA

Sebastian Kehl, stjórnandi hjá Borussia Dortmund, er búinn að staðfesta að miðjumaðurinn Mahmoud Dahoud mun yfirgefa félagið á frjálsri sölu næsta sumar.


Dahoud er 27 ára gamall miðjumaður sem fæddist í Sýrlandi en á leiki að baki fyrir þýska landsliðið. 

Dahoud á 137 leiki að baki á fimm og hálfu ári hjá Dortmund en hann hefur aðeins komið við sögu í sex leikjum á yfirstandandi leiktíð.

„Ég átti opið og heiðarlegt samtal við Dahoud í síðustu viku þar sem ég greindi honum frá því að við myndum ekki framlengja samninginn hans eftir tímabilið," sagði Kehl í samtali við Bild.

Dahoud hefur aðeins unnið þýska bikarinn og þýska Ofurbikarinn sem leikmaður Dortmund. Hann lék fyrir Borussia Mönchengladbach áður en hann var fenginn yfir til Dortmund.


Athugasemdir
banner
banner
banner