Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   mán 20. febrúar 2023 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Gvardiol: Erfitt að samþykkja þegar Leipzig hafnaði Chelsea
Mynd: Getty Images

Króatíski varnarmaðurinn Josko Gvardiol er talinn einn sá efnilegasti í heimi og er eftirsóttur af stórliðum víða um Evrópu.


Gvardiol er samningsbundinn RB Leipzig til 2027 en gæti verið keyptur burt frá félaginu næsta sumar. Hann segir að draumurinn sé að spila í ensku úrvalsdeildinni, þar sem Chelsea og Manchester United hafa verið sterklega orðuð við hann.

„Ég vil spila í ensku úrvalsdeildinni einn daginn, það er draumurinn," sagði Gvardiol við Times. „Umboðsmaðurinn sagði við mig að Chelsea hefur mjög mikinn áhuga en Leipzig hafnaði mikilvægu tilboði í janúar.

„Ég hugsaði mikið um þetta tilboð og það var mjög erfitt fyrir mig að samþykkja niðurstöðuna."

Chelsea er talið hafa boðið um 60 milljónir punda fyrir Gvardiol, en Leipzig ætlar ekki að selja hann fyrir minna en söluákvæðið hans segir til um. Ákvæðið er talið nema 112 milljónum punda en verður ekki virkjanlegt fyrr en á næsta ári.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner