Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 20. febrúar 2023 10:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í algjörum forgangi hjá Ten Hag og stjórninni
Marcus Rashford hefur farið með himinskautum á þessu tímabili en hann getur ekki hætt að skora.

Hann skoraði tvennu um liðna helgi er Man Utd vann flottan 3-0 sigur gegn Leicester á Old Trafford, eftir að hafa átt stórleik gegn Barcelona í Evrópudeildinni í miðri viku.

Það er núna í algjörum forgangi hjá Erik ten Hag, stjóra Man Utd, og stjórn félagsins að gera nýjan samning við Rashford.

Núgildandi samningur hans rennur út eftir næstu leiktíð.

„Nýr samningur fyrir Rashford er forgangsatriði. Við erum að vinna í því. Við verðum auðvitað að halda Marcus hjá félaginu," sagði Ten Hag eftir sigurinn hjá Leicester.

Það er ljóst að það verður mikill áhugi á Rashford næsta sumar ef félaginu tekst ekki að semja við hann fljótlega. Ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir frá því að United sé einnig að vinna í því að gera nýjan samning við bakvörðinn Diogo Dalot.
Athugasemdir
banner