Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 20. febrúar 2023 11:05
Elvar Geir Magnússon
Kroos og Tchouameni ekki með til Liverpool
Aurelien Tchouameni.
Aurelien Tchouameni.
Mynd: EPA
Toni Kroos.
Toni Kroos.
Mynd: Getty Images
Toni Kroos og Aurelien Tchouameni ferðuðust ekki með Real Madrid í Meistaradeildarleikinn gegn Liverpool sem fram fer á morgun en sóknarmaðurinn Karim Benzema snýr aftur eftir fjarveru um helgina og fór um borð í flugvélina.

Veikindi herja á miðjumenn Real Madrid. Reynsluboltinn Luka Modric er þó til staðar ásamt Ernesto Valverde, Eduardo Camavinga, Mario Martin, Sergio Arribas og Dani Ceballos.

Federcio Valverde hefur verið í meira sóknarhlutverki hjá Carlo Ancelotti á þessu tímabili og skoraði í 2-0 sigri gegn Osasuna á laugardaginn. Hann gæti verið aftar á vellinum í leiknum á morgun.

Camavinga og Ceballos voru með Modric á miðsvæði Real Madrid um helgina.

Kroos er veikur og hefur misst af tveimur síðustu leikjum. Þýski landsliðsmaðurinn veiktist harkalega og höfðu veikindin áhrif á líkamsþyngd hans og vöðvamassa. Tchoameni fékk flensu og hefur ekki jafnað sig.

Benzema hefur verið inn og út úr leikmannahópi Real að undanförnu en hann hefur enn ekki jafnað sig að fullu af meiðslum aftan í læri sem hann hlaut rétt fyrir HM. Hann var tekinn snemma af velli í 4-0 sigri gegn Elche síðasta miðvikudag. Benzema var ekki í hóp gegn Osasuna en verður með á morgun.

Real Madrid mætir Liverpool á morgun í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Real Madrid fór með sigur af hólmi þegar liðin áttust við í úrslitaleiknum á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner