Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 20. febrúar 2023 15:52
Elvar Geir Magnússon
Leeds í viðræðum við Javi Gracia
Leeds United er í viðræðum við Javi Gracia, fyrrum stjóra Watford og Valencia. Leeds er í stjóraleit en liðið tapaði fyrir Everton í fallbaráttuslag um helgina.

Carlos Corberan stjóri West Brom og Andoni Iraola hjá Rayo Vallecano voru á óskalista Leeds eftir að Jesse Marsch var rekinn en reyndust ekki fáanlegir.

Leeds ræddi meðal annars við Alfred Schreuder, fyrrum stjóra Ajax, en tilkynnti síðasta þriðjudag að Michael Skubala myndi halda áfram sem bráðabirgðastjóri „í komandi leikjum".

Einum leik síðar er Leeds að vonast til að ráða stjóra til frambúðar. Á laugardag leikur Leeds annan fallbaráttuslag, gegn botnliði Southampton.

Gracia var síðast þjálfari Al Sadd í Katar og hann vann deildina áður en hann var rekinn í júní í fyrra. Hann var stjóri Watford frá janúar 2018 til september 2019. Hann kom liðinu í úrslitaleik FA-bikarsins 2019 en var svo rekinn eftir slaka byrjun á tímabilinu á eftir.

Meðal annarra liða sem hann hefur þjálfað eru Malaga á Spáni og Rubin Kazan í Rússlandi.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner