Gary Neville segir að Erik ten Hag sé að ná meiru út úr liði Manchester United en nokkrum hefði órað fyrir. Hann segir nauðsynlegt að næstu eigendur sýni honum stuðning á leikmannamarkaðnum.
United vann 3-0 gegn Leicester í gær og er á leið í úrslitaleik deildabikarsins um næstu helgi. Ten Hag hefur þurft að taka margar stórar ákvarðanir í starfi en allt gengur upp.
Þar á meðal hvernig hann höndlaði Jadon Sancho sem átti við andleg vandamál að stríða. Sancho er nú kominn aftur í slaginn og var meðal markaskorara í gær.
Neville segir að Ten Hag sé að ná mun meiru út úr leikmannahópi sínum en mennirnir sem voru á undan honum.
„Stjórinn virðist vera með þetta. Hann er að ná miklu meira út úr liðinu en ég bjóst við. Nokkrir af fyrrum stjórum United höfðu betri leikmenn og betri hópa. Ef þú hefðir sagt mér fyrir ári síðan að við værum að fara að spila með Marcus Rashford, Wout Weghorst og Alejandro Garnacho í sóknarlínunni undir stjórn Ralf Rangnick þá myndi ég segja að við værum í vandræðum," segir Neville.
„Hann þarf að fá frekari stuðning á leikmannamarkaðnum ef Manchester United á að komast alla leið. Ef hann fær fjármagn til að kaupa 3-4 heimsklassa leikmenn þá gæti liðið risið út úr því að vera í úrslitum deildabikarsins í að fara að berjast um titilinn."
„Ten Hag á skilið að fá að minnsta kosti þrjú ár. Það sem hann hefur gert með liðið hingað til er magnað."
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 36 | 25 | 8 | 3 | 83 | 37 | +46 | 83 |
2 | Arsenal | 36 | 18 | 14 | 4 | 66 | 33 | +33 | 68 |
3 | Newcastle | 36 | 20 | 6 | 10 | 68 | 45 | +23 | 66 |
4 | Man City | 36 | 19 | 8 | 9 | 67 | 43 | +24 | 65 |
5 | Chelsea | 36 | 18 | 9 | 9 | 62 | 43 | +19 | 63 |
6 | Aston Villa | 36 | 18 | 9 | 9 | 56 | 49 | +7 | 63 |
7 | Nott. Forest | 36 | 18 | 8 | 10 | 56 | 44 | +12 | 62 |
8 | Brentford | 36 | 16 | 7 | 13 | 63 | 53 | +10 | 55 |
9 | Brighton | 36 | 14 | 13 | 9 | 59 | 56 | +3 | 55 |
10 | Bournemouth | 36 | 14 | 11 | 11 | 55 | 43 | +12 | 53 |
11 | Fulham | 36 | 14 | 9 | 13 | 51 | 50 | +1 | 51 |
12 | Crystal Palace | 36 | 12 | 13 | 11 | 46 | 48 | -2 | 49 |
13 | Everton | 36 | 9 | 15 | 12 | 39 | 44 | -5 | 42 |
14 | Wolves | 36 | 12 | 5 | 19 | 51 | 64 | -13 | 41 |
15 | West Ham | 36 | 10 | 10 | 16 | 42 | 59 | -17 | 40 |
16 | Man Utd | 36 | 10 | 9 | 17 | 42 | 53 | -11 | 39 |
17 | Tottenham | 36 | 11 | 5 | 20 | 63 | 59 | +4 | 38 |
18 | Ipswich Town | 36 | 4 | 10 | 22 | 35 | 77 | -42 | 22 |
19 | Leicester | 36 | 5 | 7 | 24 | 31 | 78 | -47 | 22 |
20 | Southampton | 36 | 2 | 6 | 28 | 25 | 82 | -57 | 12 |
Athugasemdir