Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 20. febrúar 2023 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ten Hag með ákall til stuðningsmanna

Erik ten Hag stjóri Manchester United er bjartsýnn fyrir leik liðsins gegn Barcelona í Evrópudeildinni á fimmtudaginn kemur. Fyrri leikurinn endaði 2-2 í síðustu viku.


United vann Leicester um helgina í ensku úrvalsdeildinni og er aðeins fimm stigum á eftir toppliði Arsenal. Ten Hag var spurður út í titilbaráttuna en hann vildi bara ræða næsta leik.

„Við erum ekki að hugsa um það. Fyrst og fremst hugsum við um næsta leik og á fimmtudagurinn verður stór, við verðum að vinna fyrir því. Við verðum að berjast gegn andstæðingunum með stuðningsmönnunum okkar til að gera Old Trafford að virki og það er það sem við hugsum um," sagði Ten Hag.

Manchester United hefur unnið 9 af 12 leikjum sínum á Old Trafford í deildinni til þessa og aðeins tapað einum.

Eftir leikinn í gær sást Ten Hag hrópa eitthvað til áhorfenda í stúkunni áður en hann fór inn í göngin, í átt að búningsklefanum. Hann var spurður að því hvað hann var að hrópa, og svaraði:

„Komið á fimmtudaginn, þetta er stór leikur. Sjáið til þess að þið verðið á staðnum. Við vinnum Barcelona saman."

Athugasemdir
banner