Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 20. febrúar 2023 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir orðaðir við stöðu yfirmanns fótboltamála hjá Liverpool
Það er farið að ganga vel innan vallar hjá Liverpool, en utan vallar eru hlutirnir líka farnir að gerast.

Julian Ward mun hætta sem yfirmaður fótboltamála hjá félaginu í sumar en Liverpool er farið að skoða mögulega arftaka hans.

Þetta kemur fram hjá The Athletic í dag en þar kemur fram að Paul Mitchell sé sterklega orðaður við starfið, en það er búist við því að hann verði áfram hjá Mónakó í Frakklandi.

Annar kostur - sem þykir aðeins líklegri - er Markus Krosche hjá Eintracht Frankfurt í Þýskalandi. Hann er 42 ára gamall og starfaði áður hjá RB Leipzig.

Krosche hefur getið af sér gott orð hjá Frankfurt, félagi sem vann Evrópudeildina á síðustu leiktíð.

Það verður áhugavert að fylgjast með framvindu mála hjá Liverpool er kemur að þessu starfi.
Athugasemdir