Það er farið að ganga vel innan vallar hjá Liverpool, en utan vallar eru hlutirnir líka farnir að gerast.
Julian Ward mun hætta sem yfirmaður fótboltamála hjá félaginu í sumar en Liverpool er farið að skoða mögulega arftaka hans.
Þetta kemur fram hjá The Athletic í dag en þar kemur fram að Paul Mitchell sé sterklega orðaður við starfið, en það er búist við því að hann verði áfram hjá Mónakó í Frakklandi.
Annar kostur - sem þykir aðeins líklegri - er Markus Krosche hjá Eintracht Frankfurt í Þýskalandi. Hann er 42 ára gamall og starfaði áður hjá RB Leipzig.
Krosche hefur getið af sér gott orð hjá Frankfurt, félagi sem vann Evrópudeildina á síðustu leiktíð.
Það verður áhugavert að fylgjast með framvindu mála hjá Liverpool er kemur að þessu starfi.
Athugasemdir