Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 20. mars 2021 10:26
Elvar Geir Magnússon
Eysteinn: Samkeppni er besta fæðubótaefnið
Eysteinn Húni Hauksson.
Eysteinn Húni Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Óli Ólafsson kemur heim í Keflavík.
Ísak Óli Ólafsson kemur heim í Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eysteinn Húni Hauksson, annar af þjálfurum Keflavíkur, spjallaði við Fótbolta.net í gærkvöldi. Þá var Keflavík nýbúið að leggja Víking í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins en leikurinn fór í vítaspyrnukeppni.

„Ég er fyrst og fremst ánægður með þetta þroskamerki á liðinu og að láta það ekki á okkur fá þó við lentum tveimur mörkum undir. Menn halda áfram og sýna styrk með því að jafna," segir Eysteinn. „Það er mjög fínt að hafa komist áfram og fá leik sem skiptir máli."

Keflvíkingar lentu 3-1 undir en jöfnuðu 3-3 og komu leiknum í vítaspyrnukeppni þar sem þeir höfðu betur.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 6 -  7 Keflavík

Keflavík vann Lengjudeildina í fyrra og er nýliði í Pepsi Max-deildinni.

„Við höfum verið að spila gegn liðum í Pepsi Max-deildinni og sýnt að við eigum í fullu tré við þau. Það eru framfaramerki hjá okkur, við teljum að við séum á uppleið."

Staðfest var í gær að Ísak Óli Ólafsson muni snúa heim í Keflavík og spila í Pepsi Max-deildinni í sumar. Eysteinn segir mikið ánægjuefni að fá varnarmanninn lánaðan frá SönderjyskE.

„Við vitum allt um Ísak og fyrir hvað hann stendur á fótboltavelli. Hann mun örugglega bæta sig og það er gott að það verði með okkur. Það er mikil ánægja með það hjá leikmönnum, stuðningsmönnum og þeim sem standa að liðinu að hann skuli vera að koma heim. Svo þarf hann bara að vinna sér inn sæti í liðinu, það er mikil samkeppni í liðinu og eins og einhver sagði þá er samkeppni besta fæðubótaefnið."

Eysteinn segir ekki útilokað að frekari liðsstyrkur komi til Keflavíkur fyrir mót en í viðtalinu, sem sjá má hér að ofan, var hann einnig spurður út í samvinnu Rúnars Þórs Sigurgeirssonar og Joey Gibbs. Í öllum þremur mörkum Keflavíkur lagði Rúnar upp á Gibbs.

„Þetta eru leikmenn sem eru að skapa sér nafn í efstu deild og það verður þeirra áskorun í sumar. Ég hef fulla trú á að þeim takist það," segir Eysteinn Húni Hauksson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner