Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
   lau 20. mars 2021 10:26
Elvar Geir Magnússon
Eysteinn: Samkeppni er besta fæðubótaefnið
Eysteinn Húni Hauksson.
Eysteinn Húni Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Óli Ólafsson kemur heim í Keflavík.
Ísak Óli Ólafsson kemur heim í Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eysteinn Húni Hauksson, annar af þjálfurum Keflavíkur, spjallaði við Fótbolta.net í gærkvöldi. Þá var Keflavík nýbúið að leggja Víking í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins en leikurinn fór í vítaspyrnukeppni.

„Ég er fyrst og fremst ánægður með þetta þroskamerki á liðinu og að láta það ekki á okkur fá þó við lentum tveimur mörkum undir. Menn halda áfram og sýna styrk með því að jafna," segir Eysteinn. „Það er mjög fínt að hafa komist áfram og fá leik sem skiptir máli."

Keflvíkingar lentu 3-1 undir en jöfnuðu 3-3 og komu leiknum í vítaspyrnukeppni þar sem þeir höfðu betur.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 6 -  7 Keflavík

Keflavík vann Lengjudeildina í fyrra og er nýliði í Pepsi Max-deildinni.

„Við höfum verið að spila gegn liðum í Pepsi Max-deildinni og sýnt að við eigum í fullu tré við þau. Það eru framfaramerki hjá okkur, við teljum að við séum á uppleið."

Staðfest var í gær að Ísak Óli Ólafsson muni snúa heim í Keflavík og spila í Pepsi Max-deildinni í sumar. Eysteinn segir mikið ánægjuefni að fá varnarmanninn lánaðan frá SönderjyskE.

„Við vitum allt um Ísak og fyrir hvað hann stendur á fótboltavelli. Hann mun örugglega bæta sig og það er gott að það verði með okkur. Það er mikil ánægja með það hjá leikmönnum, stuðningsmönnum og þeim sem standa að liðinu að hann skuli vera að koma heim. Svo þarf hann bara að vinna sér inn sæti í liðinu, það er mikil samkeppni í liðinu og eins og einhver sagði þá er samkeppni besta fæðubótaefnið."

Eysteinn segir ekki útilokað að frekari liðsstyrkur komi til Keflavíkur fyrir mót en í viðtalinu, sem sjá má hér að ofan, var hann einnig spurður út í samvinnu Rúnars Þórs Sigurgeirssonar og Joey Gibbs. Í öllum þremur mörkum Keflavíkur lagði Rúnar upp á Gibbs.

„Þetta eru leikmenn sem eru að skapa sér nafn í efstu deild og það verður þeirra áskorun í sumar. Ég hef fulla trú á að þeim takist það," segir Eysteinn Húni Hauksson.
Athugasemdir
banner