Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 20. apríl 2021 18:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chelsea og Man City að hætta við þátttöku í Ofurdeildinni
Roman Abramovich
Roman Abramovich
Mynd: Getty Images
BBC hefur birt frétt á heimasíðu sinni um að Chelsea sé að undirbúa sig undir að hætta við sín áform um að taka þátt í Ofurdeildinni.

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, virðist hafa ákveðið að félagið geti ekki tekið þátt í Ofurdeildinni og hefur samkvæmt heimildum gefið grænt ljós á að félagið tilkynni það opinberlega.

Þessar fregnir koma tveimur sólarhringum eftir að Chelsea var tilkynnt sem eitt af sex liðum á bakvið Ofurdeildina. Áformin um deildina hafa vakið mikla reiði í knattspyrnuheiminum. Í kvöld hópuðust þúsund stuðningsmenn fyrir utan Stamford Bridge og komu í veg fyrir að liðrúta Chelsea kæmist að vellinum.

Þá er einnig greint frá því að Manchester City og Atletico Madrid séu einnig að hætta við þátttöku í deildinni.

Meira verður fjallað um þetta mál í kvöld. Leikur Chelsea og Brighton mun hefjast 19:15, honum var frestað um stundarfjórðung.


Athugasemdir
banner
banner