þri 20. apríl 2021 19:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Conor McGregor: Er að íhuga að kaupa Man Utd, hvað finnnst ykkur?
Mynd: Getty Images
Það er mikið að gerast þetta þriðjudagskvöldið. Nánast allt snýst um Ofurdeildina og ákvörðun félaga um að hætta við þau áform að taka þátt í slíkri deild. Chelsea og Manchester City munu ekki taka þátt í deildinni.

Samkvæmt einhverjum sögusögnum verður eitt af félögunum tólf sem stóðu á bakvið Ofurdeildina sett á sölu fljótlega.

Írski bardagakappinn Conor McGregor birti í kvöld Twitter færslu þar sem hann segist vera íhuga það að kaupa Manchester United.

Conor er vinsæll á Íslandi og eru hann og Gunnar Nelson, okkar besti bardagakappi, ágætis félagar.

„Sælir, ég er að hugsa um að kaupa Manchester United! Hvað finnst ykkur?" skrifar Conor.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner