Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 20. apríl 2021 18:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
TalkSport: Woodward búinn að segja af sér
Mynd: Getty Images
Það er greint frá því hjá talkSPORT að Ed Woodward, stjórnarformaður Manchester United, hafi sagt af sér.

Þessar fréttir koma í kjölfarið af áformum um Ofurdeild og þeirra fregna að félög séu að hætta við þátttöku í þeirri deild. Manchester United var eitt tólf félaga sem ætluðu sér að hefja þátttöku í slíkri deild.

Woodward hefur ekki verið sá vinsælasti meðal stuðningsmanna United.

Mark Ogden hjá ESPN segir það staðfest að Woodward sé búinn að segja up starfi sínu hjá United. Ogden segir þá einnig að Woodward hafi verið að undirbúa að hætta í sumar.

Miðlar á Englandi eru ekki vissir hvort Woodward hætti þegar störfum hjá félaginu eða hvort hann klári tímabilið eða jafnvel árið.

Þá er einnig greint frá því að verðbréf í félaginu hafi fallið um 6% í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner