Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   lau 20. apríl 2024 11:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vill að Mourinho verði næsti stjóri Barcelona
Mynd: Getty Images

Rivaldo, fyrrum framherji Barcelona segist vilja að Jose Mourinho, fyrrum stjóri Real Madrid, verði næsti stjóri liðsins.


Xavi mun yfirgefa félagið í sumar en útlit er fyrir að hann muni ekki vinna neinn titil í ár eftir að liðið féll úr leik í Meistaradeildinni í vikunni eftir tap gegn PSG.

„Það eru margir stuðningsmenn sem þola ekki leikmenn eða þjálfara sem hafa spilað með eða stýrt erkifjendum. Jose Mourinho hefur þegar unnið hjá Barcelona og er frábær einstaklingur. Hans ákveðni og deilur við eigin stuðningsmenn gæti verið áhyggjuefni en hann er sigurvegari," sagði Rivaldo.

Mourinho stýrði Real Madrid frá 2010-2013 en hann var aðstoðarmaður Bobby Robson hjá Barcelona tímabilið 1996-1997. Mourinho er atvinnulaus eftir að hafa yfirgefið Roma í janúar á þessu ári.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner