Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
   sun 20. apríl 2025 18:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna: Barcelona með annan fótinn í úrslitum
Ewa Pajor
Ewa Pajor
Mynd: EPA
Barcelona W 4 - 1 Chelsea W
1-0 Ewa Pajor ('35 )
2-0 Claudia Pina ('70 )
2-1 Sandy Baltimore ('74 )
3-1 Irene Paredes ('82 )
4-1 Claudia Pina ('90 )

Barcelona er komið með annan fótinn í úrslit Meistaradeildar kvenna eftir öruggan sigur á Chelsea í dag.

Það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn yrðii. Alexia Putellas fékk tækifæri til að koma Barcelona yfir snemma leiks en klikkaði á vítaspyrnu.

Ewa Pajor skoraði fyrsta markið eftir rúmlega hálftíma leik eftir undirbúning Putellas.

Claudiia Pina bætti öðru markinu við aðeins fjórum mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Chelsea tókst að minnka muninn en Barcelona kláraði leikinn undir lokin með tveimur mörkum. Pina skoraði annað og lagði upp hitt.

Liðin mætast í London á sunnudaginn eftir viku en Chelsea á verk að vinna.
Athugasemdir
banner
banner