Stuðningsmenn franska félagsins Marseille voru með borða á leik liðsins gegn Montpellier í gær þar sem þeir kölluðu eftir því að Mason Greenwood og Henrique færu frá félaginu, en Greenwood svaraði því ágætlega.
Fólkið í Marseille hefur verið óánægt með frammistöðu Greenwood á tímabilinu og það þrátt fyrir að hann sé þeirra markahæsti leikmaður á tímabilinu.
Hann kom frá Manchester United undir lok síðasta sumars og lofaði góðu í byrjun leiktíðar.
Síðustu mánuði hefur hann verið gagnrýndur fyrir spilamennsku sína og fór ítalski þjálfarinn Roberto De Zerbi þá leið að gagnrýna hann opinberlega.
„Greenwood og Henrique, þið megið fara að koma ykkur burt!“ stóð á einum borðanum á leik Marseille og Montpellier í gær.
Það verður líklega ekkert mál fyrir Greenwood að finna sér nýtt félag. Hann svaraði þessum skilaboðum með marki úr vítaspyrnu á 8. mínútu og gerði hann síðan annað mark sitt þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir í 5-1 sigri.
Sjáðu vítaspyrnumark Greenwood
Sjáðu annað mark hans
Greenwood, sem er 23 ára gamall, er kominn með 19 mörk í 32 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili, en Marseille situr í 2. sæti og nú nær því að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð.
Marseille fans with a banner for Mason Greenwood and Luis Henrique:
— Get French Football News (@GFFN) April 19, 2025
"Greenwood, Henrique, get a move on!"
???? @georgeboxall22 pic.twitter.com/u6do3RVqVa
Athugasemdir