Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. maí 2021 23:15
Elvar Geir Magnússon
Kalla þarf leikmenn úr Pepsi Max í landsliðshópinn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að tilkynna félögum í Pepsi Max-deild karla að sú staða sé komin upp að kalla þurfi leikmenn úr deildinni í landsliðsverkefni í Bandaríkjunum þar sem leika á æfingaleik við Mexíkó 30. maí.

Á miðvikudag ætlaði KSÍ að halda fréttamannafund þar sem hópurinn yrði tilkynntur en honum var frestað samdægurs vegna breyttra stöðu leikmanna.

Ýmsir leikmenn sem KSÍ reiknaði með að stæðu til boða fá ekki leyfi frá sínum félögum til að fara í verkefnið en leikurinn við Mexíkó stendur fyrir utan landsleikjaglugga.

Ljóst er að þetta gerir að verkum að fresta þarf einhverjum leikjum í Pepsi Max-deildinni en ekki var gert ráð fyrir þessum landsleikjaglugga í mótaniðurröðun.

Félag leikmanns í Pepsi Max-deildinni sem er valinn hefur þann rétt að geta neitað leikmanninum um að fara í verkefnið. Ólíklegt verður þó að teljast að eitthvað félag muni gera það.

Enn hefur KSÍ ekki tilkynnt um það hvenær opinberað verður hvaða leikmenn fari í komandi verkefni. Framundan eru þrír vináttuleikir; gegn Mexíkó í Texas 30. maí, við Færeyjar í Þórshöfn 4. júní og við Pólland ytra 8. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner