Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 20. maí 2022 14:00
Elvar Geir Magnússon
Darwin Nunez hafnar Man Utd
Darwin Nunez.
Darwin Nunez.
Mynd: EPA
Hinn afskaplega eftirsótti Darwin Nunez hefur ekki áhuga á því að ganga í raðir Manchester United, samkvæmt frétt RMC Sport.

Sagt er að United hafi gert tilboð í Nunez en hann vilji fara til liðs sem spilar í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Það útilokar einnig Newcastle sem hefur áhuga á honum.

Nunez er 22 ára úrúgvæskur og skoraði 34 mörk í öllum keppnum fyrir portúgalska félagið Benfica á þessu tímabili, þar á meðal í báðum Evrópuleikjunum gegn Liverpool.

Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain hafa verið orðaðir við Nunez en þeir þurfa að skoða mál sín sóknarlega ef Kylian Mbappe fer í sumar.

United vill styrkja sóknarlínuna en miklum breytingum er spáð á leikmannahópnum undir stjórn Erik ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner