Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Alli Jói: Tilfinningin er ótrúlega sæt
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
   sun 20. júní 2021 22:06
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Fylgdum eftir góðum leik gegn Val
Sáttur með sína menn í dag
Sáttur með sína menn í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara sáttur við að skyldum fylgja eftir góðum leik á móti Val og létum ekki vonbrigðin úr þeim leik hafa áhrif á okkur. Við fylgdum þeirri frammistöðu eftir og ég er bara mjög sáttur við leikinn," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik, eftir frábæran 4-0 sigur gegn FH í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 FH

Thomas Mikkelsen hefur verið fjarrverandi vegna meiðsla, hver er staðan á honum?

„Hann er bara meiddur á ökkla og ég veit í raun og veru ekki hversu lengi hann verður frá. Við tökum það bara einn dag í einu."

Ungur og efnilegur miðvörður Blika, Róbert Orri Þorkelsson er að ganga til liðs við Montreal Impact sem spilar í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Sjá Blikar fram á það að styrkja sig í glugganum?

„Það verður bara að koma í ljós, ég hef nú oft sagt það að leikmannahópurinn er hreyfanlegt afl, á hverjum tíma er maður einhvern veginn að hugsa um að styrkja hann og gera hann betri hvort það sé með betri æfingum, hjálpa leikmönnum eða sækja aðra leikmenn þá einhvern veginn erum við sífellt að skoða stöðuna og markaðinn en ekkert sem er í hendi eða sérstaklega skipulagt sem við ætlum á eftir."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir