Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
banner
   sun 20. júní 2021 22:06
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Fylgdum eftir góðum leik gegn Val
Sáttur með sína menn í dag
Sáttur með sína menn í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara sáttur við að skyldum fylgja eftir góðum leik á móti Val og létum ekki vonbrigðin úr þeim leik hafa áhrif á okkur. Við fylgdum þeirri frammistöðu eftir og ég er bara mjög sáttur við leikinn," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik, eftir frábæran 4-0 sigur gegn FH í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 FH

Thomas Mikkelsen hefur verið fjarrverandi vegna meiðsla, hver er staðan á honum?

„Hann er bara meiddur á ökkla og ég veit í raun og veru ekki hversu lengi hann verður frá. Við tökum það bara einn dag í einu."

Ungur og efnilegur miðvörður Blika, Róbert Orri Þorkelsson er að ganga til liðs við Montreal Impact sem spilar í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Sjá Blikar fram á það að styrkja sig í glugganum?

„Það verður bara að koma í ljós, ég hef nú oft sagt það að leikmannahópurinn er hreyfanlegt afl, á hverjum tíma er maður einhvern veginn að hugsa um að styrkja hann og gera hann betri hvort það sé með betri æfingum, hjálpa leikmönnum eða sækja aðra leikmenn þá einhvern veginn erum við sífellt að skoða stöðuna og markaðinn en ekkert sem er í hendi eða sérstaklega skipulagt sem við ætlum á eftir."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner