„Ég er bara sáttur við að skyldum fylgja eftir góðum leik á móti Val og létum ekki vonbrigðin úr þeim leik hafa áhrif á okkur. Við fylgdum þeirri frammistöðu eftir og ég er bara mjög sáttur við leikinn," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik, eftir frábæran 4-0 sigur gegn FH í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 0 FH
Thomas Mikkelsen hefur verið fjarrverandi vegna meiðsla, hver er staðan á honum?
„Hann er bara meiddur á ökkla og ég veit í raun og veru ekki hversu lengi hann verður frá. Við tökum það bara einn dag í einu."
Ungur og efnilegur miðvörður Blika, Róbert Orri Þorkelsson er að ganga til liðs við Montreal Impact sem spilar í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Sjá Blikar fram á það að styrkja sig í glugganum?
„Það verður bara að koma í ljós, ég hef nú oft sagt það að leikmannahópurinn er hreyfanlegt afl, á hverjum tíma er maður einhvern veginn að hugsa um að styrkja hann og gera hann betri hvort það sé með betri æfingum, hjálpa leikmönnum eða sækja aðra leikmenn þá einhvern veginn erum við sífellt að skoða stöðuna og markaðinn en ekkert sem er í hendi eða sérstaklega skipulagt sem við ætlum á eftir."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir