Man Utd blandar sér í baráttuna um Estevao - Man Utd sýnir Guirassy áhuga - Man Utd í viðræðum um varnarmanninn Dragusin
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
banner
   sun 20. júní 2021 22:06
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Fylgdum eftir góðum leik gegn Val
watermark Sáttur með sína menn í dag
Sáttur með sína menn í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara sáttur við að skyldum fylgja eftir góðum leik á móti Val og létum ekki vonbrigðin úr þeim leik hafa áhrif á okkur. Við fylgdum þeirri frammistöðu eftir og ég er bara mjög sáttur við leikinn," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik, eftir frábæran 4-0 sigur gegn FH í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 FH

Thomas Mikkelsen hefur verið fjarrverandi vegna meiðsla, hver er staðan á honum?

„Hann er bara meiddur á ökkla og ég veit í raun og veru ekki hversu lengi hann verður frá. Við tökum það bara einn dag í einu."

Ungur og efnilegur miðvörður Blika, Róbert Orri Þorkelsson er að ganga til liðs við Montreal Impact sem spilar í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Sjá Blikar fram á það að styrkja sig í glugganum?

„Það verður bara að koma í ljós, ég hef nú oft sagt það að leikmannahópurinn er hreyfanlegt afl, á hverjum tíma er maður einhvern veginn að hugsa um að styrkja hann og gera hann betri hvort það sé með betri æfingum, hjálpa leikmönnum eða sækja aðra leikmenn þá einhvern veginn erum við sífellt að skoða stöðuna og markaðinn en ekkert sem er í hendi eða sérstaklega skipulagt sem við ætlum á eftir."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner