Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 20. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Arnór Ingvi spilaði í sigri - Ekki tapað deildarleik síðan í apríl
Íslenski vængmaðurinn Arnór Ingvi Traustason spilaði í 2-1 sigri New England Revolution á Minnesota United í MLS-deildinni í gær.

Arnór byrjaði á bekknum en kom inná á 68. mínútu og hjálpaði liði sínu að landa sigrinum.

New England hefur ekki tapað leik síðan í apríl en liðið hefur unnið fjóra og gert fjögur jafntefli.

Liðið er í 6. sæti Austur-deildarinnar með 23 stig.

Þorleifur Úlfarsson kom þá inná sem varamaður á 79. mínútu er Houston Dynamo tapaði fyrir Orlando City, 2-1. Liðið hefur tapað síðustu tveimur leikjum í deildinni og situr í 10. sæti Vestur-deildarinnar með 18 stig.

Róbert Orri Þorkelsson var ónotaður varamaður er Montreal tapaði fyrir Austin, 1-0. Liðið er í 5. sæti Austur-deildarinnar með 23 stig.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék þá allan leikinn í 6-0 tapi Orlando Pride gegn Portland Thorns í NWSL-deildinni í Bandaríkjunum. Pride er í næst neðsta sæti deildarinnar með 8 stig.
Athugasemdir
banner