Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 20. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Jesus gæti valið Tottenham framyfir Arsenal
Gabriel Jesus
Gabriel Jesus
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham ætlar að reyna að ræna Gabriel Jesus beint fyrir framan nefið á Arsenal.

Arsenal hefur síðustu daga verið í viðræðum við Manchester City um Jesus en þau hafa ekki enn komist að samkomulagi um kaupverð.

Man City vill fá 50 milljónir punda og er ekki langt í að félögin nái saman um Jesus en það er þó komið babb í bátinn fyrir Arsenal, þar sem nágrannar þeirra í Tottenham ætla að blanda sér í baráttuna.

Mirror greinir frá því að Antonio Conte, stjóri Tottenham, sé mikill aðdáandi Jesus og að hann ætli sér að fá hann frá City. Conte er ánægður með fjölhæfni Jesus sem getur spilað flestar stöður í sóknarlínunni.

Conte vonast til þess að þátttaka Tottenham Í Meistaradeildinni sé nóg til að hafa betur gegn Arsenal.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, reynir einnig að styrkja sóknarlínuna fyrir næstu leiktíð eftir að hafa misst Alexandre Lacazette og Pierre-Emerick Aubameyang frá félaginu á þessu ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner