Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 20. júní 2022 09:57
Elvar Geir Magnússon
Lisandro Martínez orðaður við Man Utd
Martínez í landsleik með Argentínu.
Martínez í landsleik með Argentínu.
Mynd: Getty Images
Manchester United er sagt hafa blandað sér í baráttu við Arsenal um varnarmanninn Lisandro Martínez hjá Ajax eftir að hafa mistekist að landa liðsfélaga hans, Jurrien Timber.

Martínez var hluti af argentínska landsliðinu sem vann Suður-Ameríkubikarinn 2021. Hann var valinn leikmaður arsins hjá Ajax þar sem hann hjálpaði liðinu að vinna hollenska meistaratitilinn undir stjórn Erik ten Hag sem nú er tekinn við stjórnartaumunum á Old Trafford.

Arsenal gerði tilboð í Martínez í síðustu viku en De Telegraaf segir að Arsenal hafi sagt Ajax að félagið væri tilbúið að borga 25,8 milljónir punda fyrir leikmanninn. Hollenska félagið hafi svarað því að leikmaðurinn yrði ekki seldur.

Sagt er að United sé tilbúið að koma með hærra tilboð en Arsenal.

Martínez er 24 ára og hefur verið fastamaður hjá Ajax undanfarin þrjú ár. Hann á þrjú ár eftir af samningi sínum.

United gerði misheppnaða tilraun til að fá liðsfélaga Martínez, Jurrien Timber. Útlit er fyrir að hollenski landsliðsmaðurinn verði áfram hjá Ajax og stefnir á að fara með landsliði Hollands á HM.
Athugasemdir
banner
banner
banner