Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   lau 20. júlí 2019 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Sig eftir mark sitt: Myndi skora úr níu af 10
Mynd: Getty Images
Arnór Sigurðsson fer vel af stað í rússnesku úrvalsdeildinni. Skagamaðurinn skoraði stórkostlegt mark í 2-1 sigri CSKA Moskvu gegn Orenburg í dag.

Þetta var annar leikur CSKA í deildinni og fyrsti sigurinn kominn.

Arnór, sem er tvítugur, er að fara inn í sitt annað tímabil með CSKA. Á síðustu leiktíð skoraði hann fimm mörk í 21 leik. Hann stefnir á að gera enn betur núna.

„Mikil gæði," sagði Arnór um markið sitt að sögn MatchTV í Rússlandi. „Ég, Nikola og Chalov sýndum flotta frammistöðu."

Arnór tók boltann á lofti og hitti hann vel. Hann var spurður að því hversu oft hann myndi skora úr þessu færi á æfingu ef hann fengi 10 tilraunir. „Góð spurning. Ég myndi segja níu af 10 tilraunum."

Hann er sáttur við samvinnu sína við Nikola Vlasic og Fedor Chalov. Þeir spiluðu sem þrír fremstu menn CSKA í leiknum.

„Við vorum að skipta mikið um stöður. Andstæðingurinn hafði ekki tíma til að átta sig á þessu og vissi oft ekki hvað ætti að gera. Við munum eflaust gera þetta oftar," sagði Arnór.

Hörður Björgvin Magnússon lék einnig með CSKA í leiknum í dag.



Athugasemdir
banner
banner
banner