Breiðablik tók á móti ÍBV í 11. umferð Pepsi-Max deildar kvenna. Þar unnu Blikar öruggan 7-2 sigur. Vilhjálmur var ánægður með liðið að leik loknum:
Lestu um leikinn: Breiðablik 7 - 2 ÍBV
„Bara góð tilfinning. Mér fannst við spila fínan leik, sköpuðum fullt af færum og skoruðum góð mörk. Ég var ánægður með stelpurnar."
„Það voru mikil særindi í okkur eftir síðasta leik þannig að það ætluðu allir að gera betur og tvöfalt meira en það. En við vissum alveg að þetta yrði erfitt og þær eru með gott lið og eru alltaf hættulegar í sínum skyndisóknum. "
Blikar hafa bæði skorað mikið í sumar en einnig fengið á sig töluvert af mörkum.
„Maður vill auðvitað ekki fá á sig mörk. En við virðumst alltaf vera með mikið af mörkum, hvort sem við skorum þau eða fáum þau á okkur. Það hlýtur að vera gaman fyrir áhorfendur."
Síðasti leikur Blika gegn ÍBV sat greinilega í Blikunum en þá sigraði ÍBV 4-2.
"Við rifjuðum upp síðasta leik og allir voru fúlir út í sjálfan sig fyrir að hafa ekki gert betur þar. Við vorum staðráðin í því að gera betur en síðast."
Viðtalið við Vilhjálm má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan, þar ræðir hann meðal annars um næsta leik í deildinni, stöðuna á stelpunum sem eru á leið í háskólaboltann og hvort það séu nýir leikmenn á leiðinni.
Athugasemdir