Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
   lau 20. júlí 2024 17:08
Sævar Þór Sveinsson
Nik Chamberlain: Fyrir utan eitthvað korter í seinni hálfleiknum þá stóðum við okkur vel
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Fyrir utan eitthvað korter í seinni hálfleiknum þá stóðum við okkur vel“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks eftir 1-0 sigur gegn Stjörnunni á Samsungvellinum þegar liðin mættust í 13. umferð Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  1 Breiðablik

Þetta var góður leikur hjá báðum liðum. Þær áttu sín augnablik og við áttum okkar augnablik. En það var mjög mikilvægt að koma hingað og ná í þrjú stig.“

Stjarnan fékk nokkur góð færi í seinni hálfleiknum og var Nik því spurður hvort hann var orðinn smeykur á þeim tímapunkti að fá á sig mark.

Þú ert það auðvitað þegar boltinn skoppar eitthvað í teignum. Við áttum auðvitað líka svipuð færi í fyrri hálfleiknum. Þannig við hefðum getað gert leikinn aðeins þægilegri fyrir okkur. En stelpurnar börðust, þær reyndu að spila góðan fótbolta og við gerðum réttu hlutina og markið sem við skoruðum var mjög flott. Góður bolti frá Írenu og vel klárað hjá Hrafnhildi.

Varnarleikur Breiðabliks í deildinni hefur verið afskaplega góður á tímabilinu en liðið hefur einungis fengið á sig fjögur mörk.

Við bara verjumst sem lið. Frá fremsta manni til aftasta manns þá gefum við ekki mörg færi á okkur. Þegar lið eru í eða kringum teiginn þá er ekkert hálfkák á okkur. Það byggir upp sjálfstraust.

Félagsskiptaglugginn er nú opinn og var Nik því spurður hvort hann sjái fram á það að gera eitthvað í þeim málum.

Bara ef það er einhver laus sem er betri en það sem við erum með nú þegar eða getur bætt einhverju við. Ég ætla ekkert að fara og eyða pening til einskis. Ég gerði það ekki hjá Þrótti, ég gaf ungum leikmönnum frekar séns og ég geri það frekar hérna líka. Við erum með nógu góða unga leikmenn hjá okkur en ef einhver stjörnuleikmaður kemur á borðið þá myndi ég alveg kýla á það.

Þar sem Nik nefndi stjörnuleikmenn var hann eðlilega spurður hvort það gæti mögulega verið leikmenn eins og Sara Björk eða Kristín Dís.

Sara Björk æfir hjá Breiðabliki núna þannig við reynum alveg að pota í hana en nei hún fer auðvitað út aftur. Ef Kristín Dís er laus þá myndum við gjarnan vilja fá hana til baka. En hún þarf að taka ákvörðun fyrir sinn feril en við myndum klárlega bjóða hana velkomna heim.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner