Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   lau 20. júlí 2024 17:08
Sævar Þór Sveinsson
Nik Chamberlain: Fyrir utan eitthvað korter í seinni hálfleiknum þá stóðum við okkur vel
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Fyrir utan eitthvað korter í seinni hálfleiknum þá stóðum við okkur vel“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks eftir 1-0 sigur gegn Stjörnunni á Samsungvellinum þegar liðin mættust í 13. umferð Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  1 Breiðablik

Þetta var góður leikur hjá báðum liðum. Þær áttu sín augnablik og við áttum okkar augnablik. En það var mjög mikilvægt að koma hingað og ná í þrjú stig.“

Stjarnan fékk nokkur góð færi í seinni hálfleiknum og var Nik því spurður hvort hann var orðinn smeykur á þeim tímapunkti að fá á sig mark.

Þú ert það auðvitað þegar boltinn skoppar eitthvað í teignum. Við áttum auðvitað líka svipuð færi í fyrri hálfleiknum. Þannig við hefðum getað gert leikinn aðeins þægilegri fyrir okkur. En stelpurnar börðust, þær reyndu að spila góðan fótbolta og við gerðum réttu hlutina og markið sem við skoruðum var mjög flott. Góður bolti frá Írenu og vel klárað hjá Hrafnhildi.

Varnarleikur Breiðabliks í deildinni hefur verið afskaplega góður á tímabilinu en liðið hefur einungis fengið á sig fjögur mörk.

Við bara verjumst sem lið. Frá fremsta manni til aftasta manns þá gefum við ekki mörg færi á okkur. Þegar lið eru í eða kringum teiginn þá er ekkert hálfkák á okkur. Það byggir upp sjálfstraust.

Félagsskiptaglugginn er nú opinn og var Nik því spurður hvort hann sjái fram á það að gera eitthvað í þeim málum.

Bara ef það er einhver laus sem er betri en það sem við erum með nú þegar eða getur bætt einhverju við. Ég ætla ekkert að fara og eyða pening til einskis. Ég gerði það ekki hjá Þrótti, ég gaf ungum leikmönnum frekar séns og ég geri það frekar hérna líka. Við erum með nógu góða unga leikmenn hjá okkur en ef einhver stjörnuleikmaður kemur á borðið þá myndi ég alveg kýla á það.

Þar sem Nik nefndi stjörnuleikmenn var hann eðlilega spurður hvort það gæti mögulega verið leikmenn eins og Sara Björk eða Kristín Dís.

Sara Björk æfir hjá Breiðabliki núna þannig við reynum alveg að pota í hana en nei hún fer auðvitað út aftur. Ef Kristín Dís er laus þá myndum við gjarnan vilja fá hana til baka. En hún þarf að taka ákvörðun fyrir sinn feril en við myndum klárlega bjóða hana velkomna heim.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner