Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   lau 20. ágúst 2022 00:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar til í að fá HK upp í efstu deild: Geggjað að upplifa þetta
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar eru komnir í undanúrslit.
Blikar eru komnir í undanúrslit.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög sáttur með sigurinn," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 0-1 sigur gegn HK í nágrannaslag í Mjólkurbikarnum.

Blikar eru komnir áfram í undanúrslitum og mæta þar Víkingum í mjög áhugaverðum leik.

Lestu um leikinn: HK 0 -  1 Breiðablik

„Við höfum oft spilað betur en þessi staður, þessi stund og þessir andstæðingar - þetta var alltaf að fara að vera erfiður leikur fyrir okkur. Við vorum meðvitaðir um það frá því var dregið. Ég ætla að líta á úrslitin og vera stoltur af því að liðið sé komið í undanúrslitin," sagði Óskar.

Það kom honum ekkert á óvart að þetta var erfið viðureign. „Það kom mér alls ekki á óvart."

„HK er með gott lið og er í toppbaráttu í Lengjudeildinni. Bikarleikir lúta öðrum lögmálum en aðrir leikir. Þeir geta farið í allar áttir. Það skiptir engu máli í hvaða stöðum lið eru þegar þau mætast í bikarnum. Við höfum margoft séð það. Þeir voru vel skipulagðir, lögðu sig alla í þetta og lögðu allt sem þeir áttu á borðið. Það er vel gert hjá þeim og þeir gerðu okkur þetta mjög erfitt."

„Þeir eiga hrós skilið fyrir það. HK er þannig lið að þeir eru með gæði fram á við. Á meðan staðan var 0-0 og þegar staðan var 0-1 þá var maður aldrei fullkomlega í rónni. Þeir eru með Oliver Haurits, þeir eru með Ásgeir Marteins, Örvar Eggerts, Arnþór Ara og fullt af góðum leikmönnum sem eru ógnandi, þurfa lítið pláss og lítinn tíma til að refsa."

Stemningin í Kórnum var heilt yfir frábær og andrúmsloftið rafmagnað. Hávaðinn var meiri þar sem leikurinn var innanhúss. Óskar segir að það sé geggjað að upplifa þessa stemningu þó það séu skemmd epli inn á milli.

„Við þekkjum þetta eftir að hafa komið hingað síðustu tvö ár í deildinni. Ég get rétt ímyndað mér hvernig það er fyrir handbolta- og körfuboltaþjálfara að stýra sínum liðum í úrslitakeppninni. Þetta er öðruvísi og hávaðinn er svakalegur. Ég geri ráð fyrir því að þetta hafi áhrif á menn, þetta eru svakaleg læti. Það er geggjað að upplifa þetta. Þetta eru skemmtilegir leikir og þeir eru enn skemmtilegri þegar þú nærð að komast í burtu með sigur," sagði Óskar.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan en Óskar vonast til þess að HK verði í efstu deild á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner