Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
   lau 20. ágúst 2022 00:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar til í að fá HK upp í efstu deild: Geggjað að upplifa þetta
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar eru komnir í undanúrslit.
Blikar eru komnir í undanúrslit.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög sáttur með sigurinn," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 0-1 sigur gegn HK í nágrannaslag í Mjólkurbikarnum.

Blikar eru komnir áfram í undanúrslitum og mæta þar Víkingum í mjög áhugaverðum leik.

Lestu um leikinn: HK 0 -  1 Breiðablik

„Við höfum oft spilað betur en þessi staður, þessi stund og þessir andstæðingar - þetta var alltaf að fara að vera erfiður leikur fyrir okkur. Við vorum meðvitaðir um það frá því var dregið. Ég ætla að líta á úrslitin og vera stoltur af því að liðið sé komið í undanúrslitin," sagði Óskar.

Það kom honum ekkert á óvart að þetta var erfið viðureign. „Það kom mér alls ekki á óvart."

„HK er með gott lið og er í toppbaráttu í Lengjudeildinni. Bikarleikir lúta öðrum lögmálum en aðrir leikir. Þeir geta farið í allar áttir. Það skiptir engu máli í hvaða stöðum lið eru þegar þau mætast í bikarnum. Við höfum margoft séð það. Þeir voru vel skipulagðir, lögðu sig alla í þetta og lögðu allt sem þeir áttu á borðið. Það er vel gert hjá þeim og þeir gerðu okkur þetta mjög erfitt."

„Þeir eiga hrós skilið fyrir það. HK er þannig lið að þeir eru með gæði fram á við. Á meðan staðan var 0-0 og þegar staðan var 0-1 þá var maður aldrei fullkomlega í rónni. Þeir eru með Oliver Haurits, þeir eru með Ásgeir Marteins, Örvar Eggerts, Arnþór Ara og fullt af góðum leikmönnum sem eru ógnandi, þurfa lítið pláss og lítinn tíma til að refsa."

Stemningin í Kórnum var heilt yfir frábær og andrúmsloftið rafmagnað. Hávaðinn var meiri þar sem leikurinn var innanhúss. Óskar segir að það sé geggjað að upplifa þessa stemningu þó það séu skemmd epli inn á milli.

„Við þekkjum þetta eftir að hafa komið hingað síðustu tvö ár í deildinni. Ég get rétt ímyndað mér hvernig það er fyrir handbolta- og körfuboltaþjálfara að stýra sínum liðum í úrslitakeppninni. Þetta er öðruvísi og hávaðinn er svakalegur. Ég geri ráð fyrir því að þetta hafi áhrif á menn, þetta eru svakaleg læti. Það er geggjað að upplifa þetta. Þetta eru skemmtilegir leikir og þeir eru enn skemmtilegri þegar þú nærð að komast í burtu með sigur," sagði Óskar.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan en Óskar vonast til þess að HK verði í efstu deild á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner