Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   lau 20. ágúst 2022 00:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar til í að fá HK upp í efstu deild: Geggjað að upplifa þetta
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar eru komnir í undanúrslit.
Blikar eru komnir í undanúrslit.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög sáttur með sigurinn," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 0-1 sigur gegn HK í nágrannaslag í Mjólkurbikarnum.

Blikar eru komnir áfram í undanúrslitum og mæta þar Víkingum í mjög áhugaverðum leik.

Lestu um leikinn: HK 0 -  1 Breiðablik

„Við höfum oft spilað betur en þessi staður, þessi stund og þessir andstæðingar - þetta var alltaf að fara að vera erfiður leikur fyrir okkur. Við vorum meðvitaðir um það frá því var dregið. Ég ætla að líta á úrslitin og vera stoltur af því að liðið sé komið í undanúrslitin," sagði Óskar.

Það kom honum ekkert á óvart að þetta var erfið viðureign. „Það kom mér alls ekki á óvart."

„HK er með gott lið og er í toppbaráttu í Lengjudeildinni. Bikarleikir lúta öðrum lögmálum en aðrir leikir. Þeir geta farið í allar áttir. Það skiptir engu máli í hvaða stöðum lið eru þegar þau mætast í bikarnum. Við höfum margoft séð það. Þeir voru vel skipulagðir, lögðu sig alla í þetta og lögðu allt sem þeir áttu á borðið. Það er vel gert hjá þeim og þeir gerðu okkur þetta mjög erfitt."

„Þeir eiga hrós skilið fyrir það. HK er þannig lið að þeir eru með gæði fram á við. Á meðan staðan var 0-0 og þegar staðan var 0-1 þá var maður aldrei fullkomlega í rónni. Þeir eru með Oliver Haurits, þeir eru með Ásgeir Marteins, Örvar Eggerts, Arnþór Ara og fullt af góðum leikmönnum sem eru ógnandi, þurfa lítið pláss og lítinn tíma til að refsa."

Stemningin í Kórnum var heilt yfir frábær og andrúmsloftið rafmagnað. Hávaðinn var meiri þar sem leikurinn var innanhúss. Óskar segir að það sé geggjað að upplifa þessa stemningu þó það séu skemmd epli inn á milli.

„Við þekkjum þetta eftir að hafa komið hingað síðustu tvö ár í deildinni. Ég get rétt ímyndað mér hvernig það er fyrir handbolta- og körfuboltaþjálfara að stýra sínum liðum í úrslitakeppninni. Þetta er öðruvísi og hávaðinn er svakalegur. Ég geri ráð fyrir því að þetta hafi áhrif á menn, þetta eru svakaleg læti. Það er geggjað að upplifa þetta. Þetta eru skemmtilegir leikir og þeir eru enn skemmtilegri þegar þú nærð að komast í burtu með sigur," sagði Óskar.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan en Óskar vonast til þess að HK verði í efstu deild á næsta ári.
Athugasemdir
banner