Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   lau 20. ágúst 2022 00:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar til í að fá HK upp í efstu deild: Geggjað að upplifa þetta
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar eru komnir í undanúrslit.
Blikar eru komnir í undanúrslit.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög sáttur með sigurinn," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 0-1 sigur gegn HK í nágrannaslag í Mjólkurbikarnum.

Blikar eru komnir áfram í undanúrslitum og mæta þar Víkingum í mjög áhugaverðum leik.

Lestu um leikinn: HK 0 -  1 Breiðablik

„Við höfum oft spilað betur en þessi staður, þessi stund og þessir andstæðingar - þetta var alltaf að fara að vera erfiður leikur fyrir okkur. Við vorum meðvitaðir um það frá því var dregið. Ég ætla að líta á úrslitin og vera stoltur af því að liðið sé komið í undanúrslitin," sagði Óskar.

Það kom honum ekkert á óvart að þetta var erfið viðureign. „Það kom mér alls ekki á óvart."

„HK er með gott lið og er í toppbaráttu í Lengjudeildinni. Bikarleikir lúta öðrum lögmálum en aðrir leikir. Þeir geta farið í allar áttir. Það skiptir engu máli í hvaða stöðum lið eru þegar þau mætast í bikarnum. Við höfum margoft séð það. Þeir voru vel skipulagðir, lögðu sig alla í þetta og lögðu allt sem þeir áttu á borðið. Það er vel gert hjá þeim og þeir gerðu okkur þetta mjög erfitt."

„Þeir eiga hrós skilið fyrir það. HK er þannig lið að þeir eru með gæði fram á við. Á meðan staðan var 0-0 og þegar staðan var 0-1 þá var maður aldrei fullkomlega í rónni. Þeir eru með Oliver Haurits, þeir eru með Ásgeir Marteins, Örvar Eggerts, Arnþór Ara og fullt af góðum leikmönnum sem eru ógnandi, þurfa lítið pláss og lítinn tíma til að refsa."

Stemningin í Kórnum var heilt yfir frábær og andrúmsloftið rafmagnað. Hávaðinn var meiri þar sem leikurinn var innanhúss. Óskar segir að það sé geggjað að upplifa þessa stemningu þó það séu skemmd epli inn á milli.

„Við þekkjum þetta eftir að hafa komið hingað síðustu tvö ár í deildinni. Ég get rétt ímyndað mér hvernig það er fyrir handbolta- og körfuboltaþjálfara að stýra sínum liðum í úrslitakeppninni. Þetta er öðruvísi og hávaðinn er svakalegur. Ég geri ráð fyrir því að þetta hafi áhrif á menn, þetta eru svakaleg læti. Það er geggjað að upplifa þetta. Þetta eru skemmtilegir leikir og þeir eru enn skemmtilegri þegar þú nærð að komast í burtu með sigur," sagði Óskar.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan en Óskar vonast til þess að HK verði í efstu deild á næsta ári.
Athugasemdir
banner