Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
   sun 20. ágúst 2023 18:09
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Ási: Þetta er vond tilfinning og mikið svekkelsi
Kvenaboltinn
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tók á móti ÍBV fyrr í dag í 17. umferð Bestu deildarinnar og ljóst var að mikilvægir 3 punktar voru í boði fyrir bæði lið. Liðin eru að berjast á sitthvorum enda töflunnar, Blikarnir í toppbaráttunni og ÍBV í fallbaráttunni.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  0 ÍBV

Þetta er vond tilfinning og mikið svekkelsi“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Blika, eftir leikinn sem endaði 0-0 þrátt fyrir stöðugar tilraunir Blika á mark ÍBV.

Þegar að þú sækir 90% af leiknum og ert inn í teig, þú ert alltaf hræddur við einn langan bolta sem dettur í gegn hinum megin en á meðan þú nærð ekki að brjóta ísinn að þá er þetta allt í járnum. Það vantaði rosalega lítinn herslumun til þess að rúlla boltanum yfir línuna“ hélt hann svo áfram en Blikar fengu aragrúa af færum í leiknum. 

Fyrir leikinn í dag höfðu Blikar spilað tvo leiki þar sem frammistaðan var ekkert sérstök. Aðspurður hvort að hann hafi ekki verið ánægður með frammistöðuna í dag segir hann:

Það er það sem við verðum að grípa í í dag. Ég er sammála, frammistaðan ekki verið góð í síðustu tveimur leikjum en hún var fín í dag. Sóttum án afláts og vörðumst vel sem lið og það var heildarbragur yfir þessu og fullt af jákvæðum hlutum sem við getum tekið með okkur inn í baráttuna í framhaldinu.“ 

Viðtalið við Ása má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir