Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
   sun 20. ágúst 2023 18:09
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Ási: Þetta er vond tilfinning og mikið svekkelsi
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tók á móti ÍBV fyrr í dag í 17. umferð Bestu deildarinnar og ljóst var að mikilvægir 3 punktar voru í boði fyrir bæði lið. Liðin eru að berjast á sitthvorum enda töflunnar, Blikarnir í toppbaráttunni og ÍBV í fallbaráttunni.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  0 ÍBV

Þetta er vond tilfinning og mikið svekkelsi“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Blika, eftir leikinn sem endaði 0-0 þrátt fyrir stöðugar tilraunir Blika á mark ÍBV.

Þegar að þú sækir 90% af leiknum og ert inn í teig, þú ert alltaf hræddur við einn langan bolta sem dettur í gegn hinum megin en á meðan þú nærð ekki að brjóta ísinn að þá er þetta allt í járnum. Það vantaði rosalega lítinn herslumun til þess að rúlla boltanum yfir línuna“ hélt hann svo áfram en Blikar fengu aragrúa af færum í leiknum. 

Fyrir leikinn í dag höfðu Blikar spilað tvo leiki þar sem frammistaðan var ekkert sérstök. Aðspurður hvort að hann hafi ekki verið ánægður með frammistöðuna í dag segir hann:

Það er það sem við verðum að grípa í í dag. Ég er sammála, frammistaðan ekki verið góð í síðustu tveimur leikjum en hún var fín í dag. Sóttum án afláts og vörðumst vel sem lið og það var heildarbragur yfir þessu og fullt af jákvæðum hlutum sem við getum tekið með okkur inn í baráttuna í framhaldinu.“ 

Viðtalið við Ása má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner