De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   sun 20. ágúst 2023 20:54
Sölvi Haraldsson
Tíðindin um Óla Kristjáns komu Óskari í opna skjöldu - „Við höfum tekist á“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst þetta spilast þannig að við vorum meira með boltann. Þeir voru með hættulagar langar sendingar og voru líka hættulegir úr föstum leikatriðum. Mér fannst við heilt yfir í leiknum spila vel. Við áttum að vera löngu búnir að gera út um leikinn. Í grunninn réðum við vel við þessi föstu leikatriði hjá þeim. Orkan og hugarfarið var líka eitthvað sem ég var mjög ánægður með. Það er auðvelt að smækka þennan leik þegar það er stórleikur handan við hornið. Þeir báru virðingu fyrir verkefninu og fyrir það er ég stoltur.“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-1 sigur Blika á Keflavík. Ágúst Eðvald Hlynsson gerði bæði mörk Blika.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Keflavík

Keflavík fengu eitt og eitt færi í fyrri hálfleik og hefðu getað verið 2-1 yfir í hálfleik en Blikarnir gjörsamlega rúlluðu yfir Keflavík í seinni hálfleik. Óskar var ánægður með frammistöðu sinna manna í seinni hálfleiknum.

Seinni hálfleikurinn var betri. Það gerði aðeins erfiðara fyrir þeim að vera með vindinn ekki með sér í seinni hálfelik. Við lentum í basli hér og þar í fyrri hálfleik og Frans hefði getað komið þeim í 1-0, það er rétt.

Ágúst Eðvald skoraði bæði mörk Blika í dag en Óskar var spurður út í það hvort þetta hafi verið þolinmæðisverkefni í seinni hálfleik.

Ég myndi halda það. Við sköpuðum fullt af færm í fyrri hálfleik og hefðum átt að vera búnir að klára leikinn. Keflavík voru auðvitað þéttir og lágu til baka. Það er ekkert auðvelt að brjóta þá niður. Þeir eru líka hættulegir í þessum skyndisóknum þegar við töpum boltanum. Við spiluðum samt betur í seinni hálfleik en í þeim fyrri.

Næsti leikur hjá Breiðablik er á móti FC Struga sem er úrslitaeinvígi um að komast í riðlakeppni evrópu. Ekkert Íslenkst lið hefur afrekað það en hvernig leggst þessi leikur í Óskar?

Hann leggst mjög vel í mig. Það er mikil tilhlökun. Ef við náum réttu orkustigi og komum með rétt hugarfar inn í leikinn getum við náð í góð úrslit. Frammistöðurnar eru mikilvægar en akkúrat þarna í þessum leik mun þetta snúast um það að ná í þannig úrslit að við erum í forystu þegar við eigum seinni leikinn hérna heima. Vikan mun bara fara í það.“

Eftir að hafa dottið úr bikarnum og átt kannski örlítið vonbrigðar tímabil var Óskar spurður út í það hvort einvígið gegn Struga gæti ráðið því hvort þetta sé vonbrigðar tímabil eða gott tímabil hjá Breiðablik.

„Ég veit það ekki. Það er mjög auðvelt fyrir einhvern að setja það þannig upp. Það er mjög bratt að segja það þar sem ekkert Íslenskt lið hefur afrekað það að fara í riðlakeppnina. Mér finnst stundum eins og það er sagt að þetta sé búið og að það er varla hægt að klúðra þessu. En auðvitað er það þannig að þegar maður er kominn á þennan stað væru það vonbrigði að komast ekki áfram. Ég held að það sé annara að dæma það hvort tímabilið væri vonbrigði ef við myndum ekki fara í riðlakeppni. En það er mikilvægur leikur á fimmtudaginn þar sem við þurfum að ná í úrslit og koma okkur í forystu fyrir seinni leikinn.

Það voru risatíðindi um helgina þegar Óli Kristjánsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðablik, var sagt upp störfum. Óskar var spurður út í það hvernig hans samband við Óla hefur verið eftir komu hans í Breiðablik og einnig hvernig hans fyrstu viðbrögð voru eftir þessi tíðindi.

Þetta kom mér bara í opna skjöldu. Sambandið okkar hefur bara verið fínt. Ég las þetta bara eins og aðrir á netinu. Það er leiðinlegt þegar fólk missir starfið. Óli er toppmaður og búinn að gera fullt af góðum hlutum fyrir Breiðablik og staðið sig frábærlega. Hann er maðurinn sem kom með fyrsta íslandsmeistaratitilinn og fyrsta bikarmeistaratitilinn hingað. Þannig hann á ekkert nema gott skilið.“

Það eru margar sögur sem fara af því að samband Óla og Óskars hafi ekki verið gott en Óskar var spurður út í það hvernig sambandið hefur verið við Óla.

Við höfum tekist á. Ég hef rifist við alla í þessu félagi einhverntíman. Það er vel orðum aukið að samband okkar hafi verið eitthvað verra heldur en eitthvað annað samband mitt við fólk hérna.“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks að lokum eftir 2-1 sigur á Keflavík.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner