Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 20. september 2020 21:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Barcelona bannað að kaupa Wijnaldum
Georginio Wijnaldum.
Georginio Wijnaldum.
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, vill ólmur fá miðjumanninn Georginio Wijnaldum frá Liverpool.

Barcelona getur hins vegar ekki fengið hann núna. Barcelona er í fjárhagsvandræðum og La Liga hefur bannað Katalóníustórveldinu að kaupa Wijnaldum.

Félög í spænsku úrvalsdeildinni þurfa að fylgja ströngum reglum vegna kórónuveirufaraldursins.

Barcelona er með gríðarlega háan launapakka og þarf að selja nokkra leikmenn áður en félagið getur bætt við leikmönnum eins og Wijnaldum og Memphis Depay, sem Koeman hefur líka áhuga á.

Þetta kemur fram hjá Mirror en þar kemur einnig fram að félagið þurfi að greiða spænska ríkinu sömu upphæð og félagið borgar fyrir leikmenn, þar sem spænsk stjórnvöld hjálpuðu fótboltafélögum í kórónuveirukrísunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner